flugfréttir
Lenti of snemma fyrir utan brautarenda á Schiphol-flugvelli
- Stysta flugbrautin var í notkun vegna hvassviðris

Ummerkin við brautarendann á Oostbaan-brautinni (runway 22)
Farþegaþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Delta Air Lines olli skemmdum á flugbrautarljósum og yfirlagi á flugbraut eftir að hún snerti með hjólin utan brautarenda á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í gær.
Þotan var að koma frá Detroit og var braut 22/04 í notkun sem kölluð er austurbrautin
eða „Oostbaan“ á hollensku.
Oostbaan er ein af sex flugbrautum á Schiphol og er hún vanalega ekki í notkun
en hún er stysta flugbrautin á Schiphol og aðeins 2 kílómetrar á lengd á meðan
lengstu brautirnar eru 3.8 kílómetrar á lengd.
Brautin var notuð þennan morguninn vegna hvassviðris og var aðvörun í gangi
vegna vinds þá stundina sem þotan frá Delta var að koma frá Bandaríkjunum.

Airbus A330-300 þota frá Delta Air Lines í lendingu á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam
Þotan snerti með aðalhjólastellin skammt fyrir utan brautarendann á graslendi og rakst í
flugbrautarljós en talsmaður flugvallarins segir að lendingin hafi ekki tekist eins
og til var ætlast.
„Hjólin lentu á grasinu áður en flugbrautin byrjaði. Svona atvik eru ekki algeng
á flugvellinum. Það urðu nokkrar skemmdir á austurbrautinni. Viðgerðir hófust
þegar í stað og tvö ljós voru ennþá óvirk um hádegi. Brautin var úr noktun í um
klukkustund“, segir talsmaður flugvallarins.
Fyrrum formaður félags hollenskra flugmanna segist ekki muna að svona
hafi gerst áður og tekur hann fram að braut 22 er töluvert styttri en aðrar brautir.
„Það er mögulegt að rangt mat hafi verið gert en það er eitthvað sem verður rannsakað“.
Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi var send á vettvang og verður bráðabirgðaskýrsla
birta á næstunni og mun þá koma í ljós hvort þörf sé á frekari rannsókn á atvikinu.
Þess má geta að þotan yfirgaf brautina um taxiway G4 og þurfti um 1.270 metra til þess að hægja á sér og hélt hún að flugstöðvarbyggingunni þrátt fyrir atvikið.



12. desember 2022
|
Willie Walsh, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA), segir að umræðan um farþegaflug þar sem aðeins einn flugmaður er við stjórnvölin eigi eftir að vara um ókomin ár þar sem hann efast um a

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

12. janúar 2023
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Delta Air Lines olli skemmdum á flugbrautarljósum og yfirlagi á flugbraut eftir að hún snerti með hjólin utan brautarenda á Schiphol-flugvellinum í Amsterd

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.