flugfréttir

Lenti of snemma fyrir utan brautarenda á Schiphol-flugvelli

- Stysta flugbrautin var í notkun vegna hvassviðris

12. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 16:31

Ummerkin við brautarendann á Oostbaan-brautinni (runway 22)

Farþegaþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Delta Air Lines olli skemmdum á flugbrautarljósum og yfirlagi á flugbraut eftir að hún snerti með hjólin utan brautarenda á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í gær.

Þotan var að koma frá Detroit og var braut 22/04 í notkun sem kölluð er austurbrautin eða „Oostbaan“ á hollensku.

Oostbaan er ein af sex flugbrautum á Schiphol og er hún vanalega ekki í notkun en hún er stysta flugbrautin á Schiphol og aðeins 2 kílómetrar á lengd á meðan lengstu brautirnar eru 3.8 kílómetrar á lengd.

Brautin var notuð þennan morguninn vegna hvassviðris og var aðvörun í gangi vegna vinds þá stundina sem þotan frá Delta var að koma frá Bandaríkjunum.

Airbus A330-300 þota frá Delta Air Lines í lendingu á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam

Þotan snerti með aðalhjólastellin skammt fyrir utan brautarendann á graslendi og rakst í flugbrautarljós en talsmaður flugvallarins segir að lendingin hafi ekki tekist eins og til var ætlast.

„Hjólin lentu á grasinu áður en flugbrautin byrjaði. Svona atvik eru ekki algeng á flugvellinum. Það urðu nokkrar skemmdir á austurbrautinni. Viðgerðir hófust þegar í stað og tvö ljós voru ennþá óvirk um hádegi. Brautin var úr noktun í um klukkustund“, segir talsmaður flugvallarins.

Fyrrum formaður félags hollenskra flugmanna segist ekki muna að svona hafi gerst áður og tekur hann fram að braut 22 er töluvert styttri en aðrar brautir. „Það er mögulegt að rangt mat hafi verið gert en það er eitthvað sem verður rannsakað“.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi var send á vettvang og verður bráðabirgðaskýrsla birta á næstunni og mun þá koma í ljós hvort þörf sé á frekari rannsókn á atvikinu.

Þess má geta að þotan yfirgaf brautina um taxiway G4 og þurfti um 1.270 metra til þess að hægja á sér og hélt hún að flugstöðvarbyggingunni þrátt fyrir atvikið.

  fréttir af handahófi

Hætta flugi um þrjá flugvelli vegna skorts á flugmönnum

9. janúar 2023

|

American Airlines ætlar sér að draga sig til hlés í þremur mismunandi borgum vestanhafs er kemur að stuttum flugleiðum vegna skorts á þeim flugmönnum sem fljúga minni flugvélum og tengja saman smærri

Horizon hættir með De Havilland Dash 8

26. janúar 2023

|

Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

Mitsubishi tilkynnir um endalok SpaceJet þotunnar

7. febrúar 2023

|

Japanski risafyrirtækið Mitsubishi Heavy Industries hefur tilkynnt um að þróun og framleiðslu á SpaceJet þotunni hefur formlega verið hætt en þotan var þróuð og smíðuð af dótturfyrirtækinu Mitsubish

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá