flugfréttir
Sækja um leyfi til að skila einni A330 og einni A320neo þotu
- Taka hinsvegar á blautleigu þrjár Boeing 737 þotur frá JetTime

Airbus A330-300 breiðþota frá SAS á flugvellinum í Kaupmannahöfn
SAS (Scandinavian Airlines) hefur sótt um leyfi til gjaldþrotadómsstóls í Bandaríkjunum um að fá að skila einni Airbus A330-300 breiðþotu til eiganda sinna auk einnar A320neo þotu.
Fram kemur að ekki er þörf fyrir flugvélarnar tvær í flotanum eins og er og
segir SAS að ef þær yrðu áfram í flotanum myndi það hafa í för með sér
óþarfa kostnað.
SAS sótti um Chapter 11 gjaldþrotameðferð í júlí í fyrra en þá hafði félagið yfir 100
flugvélar í flotanum og þar af voru 63 teknar á rekstarleigu og þá átti SAS sjálft tuttugu af þeim
flugvélum á meðan aðrar voru á leigu með öðru fyrirkomulagi.
SAS hefur í dag 143 flugvélar og þar af þrettán breiðþotur en alengasta flugvélategundin
í flotanum er Airbus A320neo og hefur félagið fengið 56 slíkar afhentar og þá telur
breiðþotuflotinn átta Airbus A330 þotur og fimm Airbus A350-900 þotur.
Hinsvegar þá ætlar SAS að taka á blautleigu þrjár Boeing 737 þotur yfir sumartímann frá danska flugfélaginu
JetTime og ætlar félagið að nota þær frá mars fram til október.
SAS hefur verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn og stefnir félagið á að efla
leiðarkerfið sitt enn frekar og hefur félagið kynnt 20 nýjar flugleiðir í sumar og mun
SAS fljúga um 5.000 flugferðir á viku á komandi sumri.



27. nóvember 2022
|
Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

4. nóvember 2022
|
Breska flugfélagið Virgin Atlantic sækist eftir því að fá fleiri lendingarpláss á Heathrow-flugvellinum í London á næstunni en félagið hætti í heimsfaraldrinum að fljúga um Gatwick-flugvöllinn og hef

20. janúar 2023
|
Ryanair vonast til þess að fá fleiri Boeing 737 MAX þotur afhentar í kjölfar þess að framför hefur átt sér stað hjá Boeing er varðar framleiðslu og afhendar á þotunum í kjölfar seinkanna á síðasta á

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.