flugfréttir
Fyrsta áætlunarflugið með Boeing 737 MAX í Kína í 4 ár
- 138 Boeing 737 MAX þotur bíða þess að verða afhentar til Kína

Kína var fyrsta landið til þess að kyrrsetja þoturnar í mars árið 2019
Boeing 737 MAX þoturnar eru komnar aftur í loftið í Kína eftir tæpa fjögurra ára kyrrsentingu þar í landi en Kína var fyrsta landið til þess að kyrrsetja þoturnar í mars árið 2019 í kjölfar tveggja flugslysa, í Indónesíu og í Eþíópíu.
Fyrsta áætlunarflug í Kína með Boeing 737 MAX eftir kyrrsetningu hóf sig á loft
í dag og var um að ræða innanlandsflug hjá China Southern Airlines frá borginni
Guangzhou til Zhengzhou með þotu af gerðinni Boeing 737 MAX 8.
Kína var það land sem hafði fengið flestar 737 MAX þotur afhentar áður en kyrrsetningin
skall á og var þá búið að afhenda 96 þotur til landsins í mars 2019.
Upphaflega ætluðu flugmálayfirvöld í Kína að aflétta kyrrsetningunni í október í fyrra en því var hinsvegar frestað.
Boeing tilkynnti í október að framleiðandinn hefði 138 Boeing 737 MAX þotur tilbúnar til afhendingar til kínverskra flugfélaga en Boeing hafði þá byrjað að bjóða öðrum flugfélögum
einhverjar þotur vegna seinkanna á afléttingu bannsins í Kína.
Boeing vonast nú til þess að geta hafið endurkomu sína á markaðinn í Kína en flugiðnaðurinn þar í landi er annar stærsti markaðurinn í fluginu í heiminum.



12. desember 2022
|
Flugfreyja ein hefur höfðað mál gegn fyrrverandi vinnuveitanda sínum, bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines, eftir að henni var sagt upp störfum á þeim forsendum að hún hefði verið of þung og stó

2. janúar 2023
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur fest kaup á tíu Boeing 777 þotum en þoturnar voru á leigu og hefur flugfélagið því keypt þær af flugvélaleigufyrirtækinu sem hafði áður reynt að fá þær til baka.

18. janúar 2023
|
Lufthansa Group hefur fallist á að kaupa hlut í ítalska flugfélaginu ITA Airways og hefur flugfélagasamsteypan gert tilboð með það markmið að eignast síðar fullan hlut í flugfélaginu ítalska.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.