flugfréttir
Flugslys í Nepal: ATR 72-500 fórst skömmu fyrir lendingu
- 68 farþegar voru um borð og fjögurra manna áhöfn

Skjáskot af myndbandi sem hefur verið birt sem sýnir flugvélina skömmu áður en hún brotlendir
Engin hefur fundist á lífi eftir að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-500 fórst skömmu fyrir lendingu er hún var í aðflugi að Pokhara-flugvellinum í Nepal á sunnudagsmorgun.
Flugvélin var frá flugfélaginu Yeti Airlines og var hún að lenda í Pokhara eftir innanlandsflug
frá höfuðborginni Kathmandu þegar hún féll til jarðar ofan í gljúfur við Seti Gandaki árinnar
skammt frá flugvellinum.
Um borð voru 68 farþegar og fjögurra manna áhöfn og komst engin lífs af en slysið
átti sér stað klukkan 11:05 að staðartíma eða um klukkan 5:20 að íslenskum tíma.
Flugvélin var á lokastefnu þegar hún ofreis í beygju og brotlenti í um 2 kílómetra
fjarlægð frá flugvellinum og kom upp mikill eldur í flakinu.
Flugmálayfirvöld í Nepal segja að um borð hafi verið að minnsta kosti 53 Nepalbúar,
fjórir Rússar, fimm Indverjar, einn Íri, tveir Kóreubúar, Argentínumaður, Ástralíumaður og einn Frakki.

Flugvélin brotlenti í gljúfri í um tveggja kílómetra fjarlægð frá flugvellinum
Seinustu fréttir herma að búið sé að finna 68 lík en leit stendur enn yfir að fjórum sem
voru um borð.
Myndband, sem náðsti að hluta til er flugvélin féll til jarðar úr lágri hæð, hefur verið birt
á fjölmörgum vefsíðum, fréttasíðum og samfélagsmiðlum og sést hvar flugvélin fellur á vinstri
vænginn í ofrisi áður en myndavélinni er beint niður.
Flugvélin bar skráninguna 9N-ANC og var hún fyrst afhent til indverska flugfélagsins
Kingfisher Airlines árið 2007 en því næst fór hún til tælenska flugfélagsins Nok Air og
var í flota þess félags frá 2013 til ársins 2019.



12. janúar 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur sótt um leyfi til gjaldþrotadómsstóls í Bandaríkjunum um að fá að skila einni Airbus A330-300 breiðþotu til eiganda sinna auk einnar A320neo þotu.

18. janúar 2023
|
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sektað breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways um 1 milljón Bandaríkjadali fyrir að hafa flogið nokkrum sinnum í gegnum lofthelgina yfir Írak en flugin voru á samvinn

13. mars 2023
|
Flugmaður stökk út úr flugvél sinni í fallhlíf í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær eftir að bilun kom upp í mótornum.

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.