flugfréttir
Boeing 777 þveraði braut á meðan 737 var í flugtaki á sömu braut
- Alvarlegt flugatvik átti sér stað á JFK flugvelli í New York sl. föstudag

Skjáskot af Flightradar24.com sem sýnir þoturnar tvær á brautinni á JFK flugvelli í New York
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvik sem átti sér stað á John F. Kennedy flugvellinum í New York er tvær flugvélar voru mjög nálægt því að rekast saman á flugbraut.
Atvikið átti sér stað sl. föstudag (13. janúar) er Boeing 737 þota frá Delta Air Lines
fékk flugtaksheimild á braut 4L en á sama tíma var Boeing 777 þota frá American Airlines
að þvera brautina sem var á leið til London Heathrow.
Flugmenn þotunnar frá Delta Air Lines náðu með naumindum að hætta við flugtakið
og stöðva sig af og staðnæmdsist hún í tæka tíð, stutt frá hinni þotunni, eða í um 1.000 feta fjarlægð.
Þotan frá Delta var á leið til Santo Domingo í Dóminíska lýðveldinu með 145 farþega innanborðs og sex manna áhöfn. Fram kemur að atvikið hefði getað endað með stórslysi og er rannsókn hafin á því.

Boeing 737 þotan frá Delta Air Lines var að hefja flugtak á braut 4L er Boeing 777 þota frá American Airlines var að þvera brautina
Í hljóðupptöku á vefsíðunni LiveATC.net, sem sendir út beint streymi frá nokkrum
bandarískum flugvöllum, mátti heyra flugumferðarstjóra kalla: „Shit! Delta 1943
cancel take-off plans!“, og svarar flugstjórinn: „Rejecting“.
Fram kemur að talið sé að flugmenn þotunnar frá American Airlines hafi misskilið
fyrirmæli um akstursleiðbeiningar og óvart þverað braut 4L en hafi hann þess í stað
átt að þvera braut 31.



20. janúar 2023
|
Ryanair vonast til þess að fá fleiri Boeing 737 MAX þotur afhentar í kjölfar þess að framför hefur átt sér stað hjá Boeing er varðar framleiðslu og afhendar á þotunum í kjölfar seinkanna á síðasta á

18. janúar 2023
|
Lufthansa Group hefur fallist á að kaupa hlut í ítalska flugfélaginu ITA Airways og hefur flugfélagasamsteypan gert tilboð með það markmið að eignast síðar fullan hlut í flugfélaginu ítalska.

20. desember 2022
|
American Airlines hefur náð samkomulagi um að hætta samstarfi við flugfélagið Mesa Airlines sem hefur annað áætlunarflug fyrir dótturfélagið American Eagle.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.