flugfréttir
Virgin sektað fyrir að fljúga í gegnum lokaða lofthelgi yfir Írak
- FAA sektar flugfélagið breska um 150 milljónir króna

Virgin Atlantic hefur greint frá því að ástæða þessa atvika megi rekja til vegna misskilnings í rekstardeild og skorts á starfsfólki í heimsfaraldrinum
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sektað breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways um 1 milljón Bandaríkjadali fyrir að hafa flogið nokkrum sinnum í gegnum lofthelgina yfir Írak en flugin voru á samvinnu við Delta Air Lines á sameinuðum flugnúmerum („codeshared„).
Um var að ræða áætlunarflug milli London og Indlands og var nokkrum sinnum flogið
yfir Baghad sem er skilgreint af Bandaríkjunum sem bönnuð lofthelgi og er bandarískum flugfélögum
ekki heimilt að fljúga þar yfir að öryggisástæðum samkvæmt reglugerð frá bandarískum flugmálayfirvöldum
(FAA).
Fram kemur að nokkrum sinnum milli 16. september 2020 og 16. september 2021
hafi farþegaþotur frá Virgin flogið yfir Írak eða nánar tiltekið í gegnum flugumferðarsvæðið Baghdad FIR.
Virgin Atlantic hefur greint frá því að ástæða þessa atvika megi rekja til vegna misskilnings í
rekstardeild og skorts á starfsfólki í heimsfaraldrinum og harmar félagið það og tekur fram
að þetta hafi gerst óvart.
FAA segir að Virgin hafi bætt úr þessum málum með því að hefja innri rannsókn
á rekstarmálum og einnig fjárfest í sjálfvirku kerfi sem nefnist Sentinel frá fyrirtækinu
Osprey Flight Solutions til þess að fylgjast betur með öllum flugleiðum í leiðarkerfinu.
Þar sem að Virgin tók fulla ábyrgð á þessu þá fékk félagið á sig lægstu sekt frá bandarískum stjórnvöldum sem hljóðar upp á 1.05 milljón dollara sem samsvarar 150 milljónum króna.



2. janúar 2023
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur fest kaup á tíu Boeing 777 þotum en þoturnar voru á leigu og hefur flugfélagið því keypt þær af flugvélaleigufyrirtækinu sem hafði áður reynt að fá þær til baka.

6. desember 2022
|
Boeing hefur gert hlé á öllum frekari flugprófunum með Boeing 777-9 tilraunarþoturnar vegna vandamáls sem hefur komið upp með GE9X hreyfilinn frá General Electic.

21. nóvember 2022
|
Finnair hefur ákveðið að fækka um 150 stöðugildi innan flugfélagsins í tengslum við samdrátt í leiðarkerfinu til áfangastaða í Asíu vegna áframhaldandi lokunnar á lofthelginni yfir Rússlandi.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.