flugfréttir

Mexíkóskt sprotaflugfélag pantar 30 rafmagnsflugvélar

18. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

Tölvugerð mynd af rafmagnsflugvélinni Alice í litum mexíkóska flugfélagsins Aerus

Nýtt flugfélag í Mexíkó hefur lagt inn pöntun til bandaríska fyrirtækisins Eviation í þrjátíu rafmagnsflugvélar af gerðinni Alice en um er að ræða samkomulag sem gert var í gær.

Nýja flugfélagið heitir Aerus og hefur það höfuðstöðvar sínar í borginni Monterrey og stefnir félagið á áætlunarflug á stuttum flugleiðum í norðurhluta Mexíkó.

Alice er lítil farþegaflugvél sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og mun flugvélin geta borið tvo flugmenn og níu farþega auk þess sem hægt verður að koma fyrir frakt upp að 1.2 tonnum.

Flugvélin er knúin áfram með tveimur Magni650 rafmagnsmótorum sem hver og einn skila af sér 700kW. Hámarksflugtaksþungi Alice verður 8.3 tonn (18.400 lbs) og mun flugvélin hafa flugdrægi upp á 463 kílómetra (250 nm) og ná flughraða upp á 260 hnúta (482 km/klst).

Gregory Davis, framkvæmdarstjóri Eviation, segir að líkt og Uber leiði leigubílamarkaðinn í heiminum þá stefnir Eviation á að vera leiðandi í framleiðslu á litlum rafmagnsflugvélum.

Eviation flaug Alice flugvélinni sitt fyrsta flug í september í fyrra og fór tilraunaflugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington-ríki.

Aerus var stofnað í maí árið 2022 og vonast flugfélagið að geta hafið áætlunarflug í vor en fyrstu flugin verða flogin með tveimur flugvélum af gerðinni Cessna 408 SkyCaravan og fjórum af gerðinni Cessna Grand Caravan EX.













  fréttir af handahófi

Boeing 737 fékk flugtaksheimild á meðan ökutæki var á brautinni

3. janúar 2023

|

Flugmálayfirvöld í Portúgal hafa gefið frá sér skýrslu er varðar atvik er flugumferðarstjóri gaf Boeing 737 þotu flugtaksheimild á sama tíma og flugvallarökutæki var á brautinni að sinna viðhaldi.

Íranir kaupa fjórar Airbus A340 breiðþotur

2. janúar 2023

|

Stjórnvöld í Íran hafa tilkynnt að búið sé að ganga frá kaupum á fjórum breiðþotum af gerðinni Airbus A340 þrátt fyrir viðskiptaþvinganir á landið af hálfu vestrænna landa en þoturnar voru áður í fl

Líf að glæðast á ný á Southend flugvellinum í London

26. janúar 2023

|

Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá