flugfréttir
Netflix leitar að flugfreyju til starfa um borð í einkaþotu sína
- Launin allt að 4.5 milljónir á mánuði

Netflix segir að launabilið ræðst af ýmsum atriðum er kemur að færni og reynslu viðkomandi aðila auk álags hverju sinni.
Streymisveitan Netflix auglýsir eftir að ráða flugfreyju eða flugþjón til starfa um borð í einkaþotu fyrirtækisins.
Launin eru ekki svo alslæm en þau geta numið allt að 385.000 Bandaríkjadölum í árslaun
en í hið minnsta 60.000 dölum
sem samsvarar launabili frá 714.000 krónum í mánaðarlaun og allt að 4.580.000 krónum.
Stöðugildið er um borð í Gulfstream G550 einkaþotu Netflix sem hefur heimavöll í San José í Kaliforníu sem er rétt hjá höfuðstöðvum Netflix í Los Gatos.
Fram kemur að sá aðili sem hreppir starfið fái áhafnarþjálfun á vegum Netflix í
öryggisþjónustu um borð í einkaþotu fyrirtækisins í samræmi við reglugerðir bandarískra flugmálayfirvalda (FAA).
Starfið felur einnig í sér fyrirflugsskoðanir í farþegarými, sjá um birgðir um borð, aðstoð við að koma farangri um borð auka verkefna í flugskýli og sitja fundi á vegum Netflix í Burbank.
Netflix segir að launabilið ræðst af ýmsum atriðum er kemur að færni og reynslu viðkomandi aðila auk álags hverju sinni.
Netflix hefur 30 skrifstofur í heiminum en meðal annars eru þær að finna í Madríd, Seúl, Tókýó,
Mexíkóborg og í London.



24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

20. janúar 2023
|
Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisin

7. desember 2022
|
Tímamót áttu sér stað í vikunni er síðustu júmbó-þotunni var ýtt út úr samsetningarsal Boeing í Everett eftir 54 ára framleiðslu.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.