flugfréttir
Lufthansa gerir tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways

Ef tilboð Lufthansa verður samþykkt þykir líklegt að rekstur ITA Airways verði innleiddur inn í rekstur Lufthansa Group
Lufthansa Group hefur fallist á að kaupa hlut í ítalska flugfélaginu ITA Airways og hefur flugfélagasamsteypan gert tilboð með það markmið að eignast síðar fullan hlut í flugfélaginu ítalska.
Tilraunir ítölsku ríkisstjórnarinnar til þess að selja ITA Airways eða hlut í félaginu hafa staðið
yfir allt frá því að flugfélagið var stofnað í október árið 2021 en á sama tíma heyrði
ríkisflugfélagið Alitalia sögunni til.
Viðræður við nokkra aðila hafa staðið yfir í töluverðan tíma en viðræum við Air France-KLM og Delta
Air Lines var slitið sl. haust og var Lufthansa eftir það eini aðilinn sem kom sterklegast til greina.
„Stefnan er að standa við tilboðið um kaup á litlum hluta í flugfélaginu með þann möguleika
að kaupa upp allan hlutinn síðar“, segir í yfirlýsingu frá Lufthansa.
Ef tilboð Lufthansa verður samþykkt verður næsta skref að hefja viðræður um möguleikann
á að innleiða rekstur ITA Airways inn í Lufthansa Group en fyrst þarf að fá grænt ljós
frá stjórnvöldum ef tilboðið verður samþykkt.
Lufthansa Group á nú þegar flugfélög á borð við Austrian Airlines, Brussel Airlines, Swiss
International Air Lines og ítalska flugfélagið Air Dolomiti.



6. desember 2022
|
Boeing hefur gert hlé á öllum frekari flugprófunum með Boeing 777-9 tilraunarþoturnar vegna vandamáls sem hefur komið upp með GE9X hreyfilinn frá General Electic.

29. nóvember 2022
|
Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

6. desember 2022
|
Talið er líklegt að United Airlines eigi eftir að hætta við pöntun sína í Airbus A350 þotuna en flugfélagið bandaríska á inni pöntun hjá Airbus í 45 breiðþotur af gerðinni A350-900.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.