flugfréttir
Lufthansa gerir tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways

Ef tilboð Lufthansa verður samþykkt þykir líklegt að rekstur ITA Airways verði innleiddur inn í rekstur Lufthansa Group
Lufthansa Group hefur fallist á að kaupa hlut í ítalska flugfélaginu ITA Airways og hefur flugfélagasamsteypan gert tilboð með það markmið að eignast síðar fullan hlut í flugfélaginu ítalska.
Tilraunir ítölsku ríkisstjórnarinnar til þess að selja ITA Airways eða hlut í félaginu hafa staðið
yfir allt frá því að flugfélagið var stofnað í október árið 2021 en á sama tíma heyrði
ríkisflugfélagið Alitalia sögunni til.
Viðræður við nokkra aðila hafa staðið yfir í töluverðan tíma en viðræum við Air France-KLM og Delta
Air Lines var slitið sl. haust og var Lufthansa eftir það eini aðilinn sem kom sterklegast til greina.
„Stefnan er að standa við tilboðið um kaup á litlum hluta í flugfélaginu með þann möguleika
að kaupa upp allan hlutinn síðar“, segir í yfirlýsingu frá Lufthansa.
Ef tilboð Lufthansa verður samþykkt verður næsta skref að hefja viðræður um möguleikann
á að innleiða rekstur ITA Airways inn í Lufthansa Group en fyrst þarf að fá grænt ljós
frá stjórnvöldum ef tilboðið verður samþykkt.
Lufthansa Group á nú þegar flugfélög á borð við Austrian Airlines, Brussel Airlines, Swiss
International Air Lines og ítalska flugfélagið Air Dolomiti.



1. mars 2023
|
Kólumbísku flugfélögin Viva Air Cikombia og Viva Air Perú hafa hætt starfsemi sinni og aflýst öllu frekara áætlunarflugi og kennir móðurfélagið, Grupo Viva, flugmálayfirvöldum í Kólumbíu um.

2. janúar 2023
|
Flugvallarstarfsmaður lét lífið á gamlársdag er hann sogaðist inn í hreyfil á farþegaþotu frá American Airlines af gerðinni Embraer ERJ-175LR á flugvellinum í Montgomery í Alabama í Bandaríkjunum.

20. janúar 2023
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.