flugfréttir
Ryanair vonast til að fá allt að 45 MAX þotur fyrir júnílok
- Hraðari framleiðsluferli hjá Boeing gerir Michael O´Leary vongóðan

Boeing 737 MAX þota í litum Ryanair
Ryanair vonast til þess að fá fleiri Boeing 737 MAX þotur afhentar í kjölfar þess að framför hefur átt sér stað hjá Boeing er varðar framleiðslu og afhendar á þotunum í kjölfar seinkanna á síðasta ári.
Micheal O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, gerir ráð fyrir að Boeing eigi eftir að uppfæra afhendingaráætlun fyrir lágfargjaldafélagið írska á næstunni en Ryanair fékk aðeins tólf Boeing 737 MAX þotur afhentar frá september
fram til desember árið 2022 en til stóð að félagið myndi fá 21 þotu afhenta á þessu
tímabili.
„Þessar seinkanir sem við urðum var við síðasta sumar og fram á haust hafa minnkað
töluvert og ég sé ekki betur en að framleiðslan séu að ná meiri hraða“, segir O´Leary.
Eins og hjá öðrum flugvélaframleiðendum þá má rekja þessar seinkanir
vegna skorts á íhlutum hjá byrgjum og skorts á starfsfólki í kjölfar heimsfaraldursins
en O´Leary segist trúa því að verulega sé búið að bæta úr þeim málum.
O´Leary telur að vandamálið hafi stafað af vegna fjölda veikinda meðal
starfsfólks í verksmiðjum Boeing og bendir hann á að á tímabili þá
hafi Boeing „varla náð að koma nýjum flugvélum út úr verksmiðjunni á viðunandi
hraða“ þegar verst lét.
Vegna þessa áætlar Ryanair að fá allt að 35 til 40 nýjar Boeing 737 MAX þotur
afhentar fram til enda júnímánaðar af þeim 51 sem til stóð
að flugfélagið myndi fá frá september í fyrra fram í júní á þessu ári.
O´Leary segir að mögulega gæti flugfélagið fengið frá 40 til 45 en að öðru
leyti þá gæti Ryanair ekki tekið við fleirum þotum en það fyrir sumarið
þar sem þeir eiga eftir að hafa nóg að gera með að sinna eftirspurninni
í sumar.
Þrátt fyrir seinkanir á afhendingum þá náði Boeing samt sem áður takmarki sínu sem var að afhenda 375 Boeing 737 MAX þotur yfir 12 mánaða tímabil að þar að auki þær MAX þotur sem búið var að framleiða og höfðu safnast upp vegna heimsfaraldursins.



25. nóvember 2022
|
Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

12. desember 2022
|
Flugfreyja ein hefur höfðað mál gegn fyrrverandi vinnuveitanda sínum, bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines, eftir að henni var sagt upp störfum á þeim forsendum að hún hefði verið of þung og stó

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.