flugfréttir
Ryanair vonast til að fá allt að 45 MAX þotur fyrir júnílok
- Hraðari framleiðsluferli hjá Boeing gerir Michael O´Leary vongóðan

Boeing 737 MAX þota í litum Ryanair
Ryanair vonast til þess að fá fleiri Boeing 737 MAX þotur afhentar í kjölfar þess að framför hefur átt sér stað hjá Boeing er varðar framleiðslu og afhendar á þotunum í kjölfar seinkanna á síðasta ári.
Micheal O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, gerir ráð fyrir að Boeing eigi eftir að uppfæra afhendingaráætlun fyrir lágfargjaldafélagið írska á næstunni en Ryanair fékk aðeins tólf Boeing 737 MAX þotur afhentar frá september
fram til desember árið 2022 en til stóð að félagið myndi fá 21 þotu afhenta á þessu
tímabili.
„Þessar seinkanir sem við urðum var við síðasta sumar og fram á haust hafa minnkað
töluvert og ég sé ekki betur en að framleiðslan séu að ná meiri hraða“, segir O´Leary.
Eins og hjá öðrum flugvélaframleiðendum þá má rekja þessar seinkanir
vegna skorts á íhlutum hjá byrgjum og skorts á starfsfólki í kjölfar heimsfaraldursins
en O´Leary segist trúa því að verulega sé búið að bæta úr þeim málum.
O´Leary telur að vandamálið hafi stafað af vegna fjölda veikinda meðal
starfsfólks í verksmiðjum Boeing og bendir hann á að á tímabili þá
hafi Boeing „varla náð að koma nýjum flugvélum út úr verksmiðjunni á viðunandi
hraða“ þegar verst lét.
Vegna þessa áætlar Ryanair að fá allt að 35 til 40 nýjar Boeing 737 MAX þotur
afhentar fram til enda júnímánaðar af þeim 51 sem til stóð
að flugfélagið myndi fá frá september í fyrra fram í júní á þessu ári.
O´Leary segir að mögulega gæti flugfélagið fengið frá 40 til 45 en að öðru
leyti þá gæti Ryanair ekki tekið við fleirum þotum en það fyrir sumarið
þar sem þeir eiga eftir að hafa nóg að gera með að sinna eftirspurninni
í sumar.
Þrátt fyrir seinkanir á afhendingum þá náði Boeing samt sem áður takmarki sínu sem var að afhenda 375 Boeing 737 MAX þotur yfir 12 mánaða tímabil að þar að auki þær MAX þotur sem búið var að framleiða og höfðu safnast upp vegna heimsfaraldursins.



24. janúar 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa loksins gefið út flughæfnisvottun fyrir Britten-Norman BN2T-4S Islander flugvélinni eða næstum 30 árum eftir að flugvélin fékk vottun í Bretlandi þar sem hún er

8. mars 2023
|
Níu ár eru í dag liðin frá því að malasíska farþegaþotan, flug MH370, hvarf sporlaust á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars árið 2014.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.