flugfréttir
Missti athyglina í aðflugi og hafnaði í snjóskafli í lendingu

Mynd af flugvélinni eftir atvikið í skýrslu NTSB
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir framan brautina í lendingu.
Atvikið átti sér stað í janúar árið 2021 á flugvellinum í bænum
Poplar Grove og var 78 ára flugmaður sá eini sem var um borð.
Flugvélin lenti of snemma eða fyrir framan brautarenda og er haft
eftir flugmanninum að á lokastefnu hafi hann sé að flugvél, sem lenti á undan
honum, hafi verið kyrrstæð á brautinni.
Flugmaðurinn segir að hann hafi verið annars huga þar sem hann var
of mikið að einblína á hvort að hin flugvélin væri
að fara yfirgefa brautina í stað þess að fljúga vélinni.
Niðurstaða NTSB var sú að einbeiting flugmannsins hafi orðið fyrir truflun
og láðist honum að viðhalda viðunandi aðflugsferli á lokastefnu sem
varð til þess að hann lenti of snemma og endaði í snjóskafli.
Flugmanninn sakaði ekki en fram kemur að hann hafi verið
með einkaflugmannsskírteini og 6.196 heildarflugtíma að baki og
þar af 1.107 flugtíma á þessa flugvélategund og hafði hann flogið 4.3
flugtíma sl. 90 daga fyrir atvikið.



22. nóvember 2022
|
Virgin Atlantic hefur sett fram skilyrði gagnvart stuðningi sínum við þriðju flugbrautinni á Heathrow-flugvellinum í London en Shai Weiss, framkvæmdarstjóri flugfélagsins breska, lýsti yfir óánægju

23. nóvember 2022
|
Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

14. nóvember 2022
|
Thai Airways er nú að íhuga að bætast í hóp þeirra flugfélaga sem hafa dustað rykið af risaþotunni Airbus A380 en flugfélagið tælenska hætti með risaþoturnar fljótlega í byrjun heimsfaraldursins og s

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.