flugfréttir
ESB krefst svara frá Írlandi vegna sölu á þotum til Aeroflot
- Aeroflot segist hafa keypt tíu þotur af flugvélaleigu á Írlandi

Boeing 777-300ER þota frá Aeroflot
Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisins en þoturnar hafa verið á leigu í flotanum frá árinu 2014.
Evrópusambandið setti á alsherjarviðskiptabann við Rússland í febrúar í fyrra í kjölfar
innrásarinnar í Úkraínu en í desember sl. greindi Aeroflot frá því að
flugfélagið hafi keypt tíu Boeing 777-300ER þotur sem flugfélagið hafi
verið með á leigu hjá írskri flugvélaleigu sl. 9 ár.
Í ljós kom að flugvélaleigan sem á í hlut er VEB-Leasing sem er í eigu
rússneska fjárfestingabankans VEB en VEB-Leasing á 24 dótturfélög
á Írlandi.
Evrópusambandið hefur farið fram á að fá upplýsingar frá Írum varðandi þessi
viðskipti og hefur viðskipta- og atvinnuráðuneyti Írlands hafið
rannsókn á meintum viðskiptum með aðstoð utanríkisráðuneytisins og
Central Bank of Ireland bankans.
Fulltrúi viðskipta- og atvinnuráðuneytisins segir að tæknilega séð er hægt að fá undanþágu frá viðskiptabanninu ef flugvél hefur verið haldið
í Rússlandi í óþökk eigenda ef eigandinn er frá öðru landi líkt og
dæmi eru um er varðar hundruði annarra flugvéla sem eru „fastar“ í Rússlandi.
Fram kemur að þá undanþágu verður að fá frá ráðuneyti og er bent á að ekki hafi verið sótt um undanþágu í þessu tilviki.
Aeroflot hafði lýst því yfir í desember að stefnan sé að kaupa fleiri flugvélar út úr leigusamningum
í stað þess að skila flugvélunum aftur til vestrænna flugvélaleigufyrirtækja.


4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.