flugfréttir
ESB krefst svara frá Írlandi vegna sölu á þotum til Aeroflot
- Aeroflot segist hafa keypt tíu þotur af flugvélaleigu á Írlandi

Boeing 777-300ER þota frá Aeroflot
Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisins en þoturnar hafa verið á leigu í flotanum frá árinu 2014.
Evrópusambandið setti á alsherjarviðskiptabann við Rússland í febrúar í fyrra í kjölfar
innrásarinnar í Úkraínu en í desember sl. greindi Aeroflot frá því að
flugfélagið hafi keypt tíu Boeing 777-300ER þotur sem flugfélagið hafi
verið með á leigu hjá írskri flugvélaleigu sl. 9 ár.
Í ljós kom að flugvélaleigan sem á í hlut er VEB-Leasing sem er í eigu
rússneska fjárfestingabankans VEB en VEB-Leasing á 24 dótturfélög
á Írlandi.
Evrópusambandið hefur farið fram á að fá upplýsingar frá Írum varðandi þessi
viðskipti og hefur viðskipta- og atvinnuráðuneyti Írlands hafið
rannsókn á meintum viðskiptum með aðstoð utanríkisráðuneytisins og
Central Bank of Ireland bankans.
Fulltrúi viðskipta- og atvinnuráðuneytisins segir að tæknilega séð er hægt að fá undanþágu frá viðskiptabanninu ef flugvél hefur verið haldið
í Rússlandi í óþökk eigenda ef eigandinn er frá öðru landi líkt og
dæmi eru um er varðar hundruði annarra flugvéla sem eru „fastar“ í Rússlandi.
Fram kemur að þá undanþágu verður að fá frá ráðuneyti og er bent á að ekki hafi verið sótt um undanþágu í þessu tilviki.
Aeroflot hafði lýst því yfir í desember að stefnan sé að kaupa fleiri flugvélar út úr leigusamningum
í stað þess að skila flugvélunum aftur til vestrænna flugvélaleigufyrirtækja.



8. nóvember 2022
|
Flugfélagið Emirates hefur lagt inn pötnun í fimm Boeing 777F fraktþotur að andvirði 1.7 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 249 milljörðum króna samkvæmt listaverði.

30. nóvember 2022
|
Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

25. nóvember 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

25. janúar 2023
|
Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

24. janúar 2023
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.