flugfréttir

ESB krefst svara frá Írlandi vegna sölu á þotum til Aeroflot

- Aeroflot segist hafa keypt tíu þotur af flugvélaleigu á Írlandi

20. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 08:40

Boeing 777-300ER þota frá Aeroflot

Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisins en þoturnar hafa verið á leigu í flotanum frá árinu 2014.

Evrópusambandið setti á alsherjarviðskiptabann við Rússland í febrúar í fyrra í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu en í desember sl. greindi Aeroflot frá því að flugfélagið hafi keypt tíu Boeing 777-300ER þotur sem flugfélagið hafi verið með á leigu hjá írskri flugvélaleigu sl. 9 ár.

Í ljós kom að flugvélaleigan sem á í hlut er VEB-Leasing sem er í eigu rússneska fjárfestingabankans VEB en VEB-Leasing á 24 dótturfélög á Írlandi.

Evrópusambandið hefur farið fram á að fá upplýsingar frá Írum varðandi þessi viðskipti og hefur viðskipta- og atvinnuráðuneyti Írlands hafið rannsókn á meintum viðskiptum með aðstoð utanríkisráðuneytisins og Central Bank of Ireland bankans.

Fulltrúi viðskipta- og atvinnuráðuneytisins segir að tæknilega séð er hægt að fá undanþágu frá viðskiptabanninu ef flugvél hefur verið haldið í Rússlandi í óþökk eigenda ef eigandinn er frá öðru landi líkt og dæmi eru um er varðar hundruði annarra flugvéla sem eru „fastar“ í Rússlandi.

Fram kemur að þá undanþágu verður að fá frá ráðuneyti og er bent á að ekki hafi verið sótt um undanþágu í þessu tilviki.

Aeroflot hafði lýst því yfir í desember að stefnan sé að kaupa fleiri flugvélar út úr leigusamningum í stað þess að skila flugvélunum aftur til vestrænna flugvélaleigufyrirtækja.













  fréttir af handahófi

Þrýsta á Tyrki til að hætta flugi til Rússlands með Boeing-þotum

30. janúar 2023

|

Bandarísk stjórnvöld setja nú þrýsting á Tyrki til þess að stöðva allt áætlunarflug til Rússlands með Boeing-þotum en einnig hvetja þau flugfélög í Hvíta-Rússlandi til að gera slíkt hið sama.

Þess vegna varð Flyr gjaldþrota

1. febrúar 2023

|

Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá