flugfréttir

Britten-Norman BN2T-4S fær loksins vottun í Bandaríkjunum

- Fær vottun hjá FAA 28 árum eftir að hún fékk vottun í Bretland

24. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 09:18

Britten-Norman BN2T-4S Islander kom á markað árið 1995

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa loksins gefið út flughæfnisvottun fyrir Britten-Norman BN2T-4S Islander flugvélinni eða næstum 30 árum eftir að flugvélin fékk vottun í Bretlandi þar sem hún er framleidd.

Flugvélaframleiðandinn Britten-Norman lýsti því yfir í gær að flugvélin hafi fengið vottun vestanhafs þann 15. desember síðastliðinn og segir í yfirlýsingu að þetta opni mörg tækifæri er kemur að markaðsetningu flugvélarinnar í Bandaríkjunum og einnig á alþjóðamarkaði.

BN2T-4S tegundin fékk flughæfnisvottun í Bretlandi árið 1995 en framleiðandinn hefur ekki gefið upp hver ástæðan er fyrir að flugvélin er núna fyrst að fá vottun í Bandaríkjunum en til stendur að sækja um vottun fyrir flugvélinni hjá flugmálayfirvöldum á Indlandi og í Kanada.

BN2T-4S Islander flugvélin er knúin áfram af tveimur Rolls-Royce M250 hreyflum og hefur hún flugdrægi upp á 1.006 nm mílur (1.863 kílómetra) með hámarksfarflugshraða upp á 176 kn (hnúta).

Samkvæmt upplýsingum eru 49 flugvélar í umferð í heiminum í dag af gerðinni BN2T-4S.













  fréttir af handahófi

Fyrsta A380 risaþotan snýr aftur til Etihad úr langtímageymslu

14. mars 2023

|

Etihad Airways hefur dustað rykið af fyrstu Airbus A380 risaþotunni sem sett var í langtímageymslu í heimsfaraldrinum.

Síðasta tilraun til að bjarga Flybe tókst ekki

17. febrúar 2023

|

Gjaldþrotanefnd breska lágfargjaldafélagsins Flybe hefur tilkynnt að engin aðili hefur sýnt áhuga á að koma flugfélaginu til bjargar og er frestur til þess runninn út.

Leggja til sérstaka áritun fyrir fallhlífarstökksflugmenn

6. mars 2023

|

Taka ætti í gagnið sérstaka áritun í flugskírteini og viðeigandi þjálfun fyrir þá flugmenn sem fljúga með fallhlífastökkvara.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá