flugfréttir

Spá því að skortur á flugmönnum í heiminum muni vara í 10 ár

- Fjöldi nýútskrifaðra atvinnuflugmanna nær ekki að anna þörf flugfélaganna

24. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 10:01

Fyrirtækið Jefferies í New York telur að skortur á flugmönnum eigi eftir að fara allt til ársins 2032

Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.

Þetta kemur fram í skýrslu sem fjármálafyrirtækið Jefferies í New York gaf út nýlega og kemur einnig fram að það land sem á eftir að verða verst fyrir barðinu á skorti á flugmönnum sé Bandaríkin.

Í skýrslunni segir að fjöldi þeirra flugmanna sem láta af störfum í Bandaríkjunum vegna aldurs hefur þó farið fækkandi úr 13.000 flugmönnum árið 2020 niður í 6.000 flugmenn árið 2022 og á sama tíma fer fjöldi nýrra flugmanna hækkandi vestanhafs.

Þrátt fyrir að nýjum flugmönnum fari fjölgandi á heimsvísu þá er talið að á næsta ári vanti 11.000 flugmenn til þess að anna eftirspurn flugfélaganna en ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða þá stefnir allt í það að skortur verður á 60 þúsund flugmönnum árið 2032.

Alvarlegastur verður skorturinn í Norður-Ameríku og í Afríku en einnig verður skortur á flugmönnum í vesturhluta Evrópu, Miðausturlöndum og í Suður-Ameríku en þó ekki eins alvarlegur.

„Flugmannaskorturinn hefur byrjað að láta á sér kræla nú þegar í Bandaríkjunum og þar stefnir í að það vanti 17.000 flugmenn eftir tvö ár“, segir í skýrslunni frá Jefferies. - „Hátt hlutfall í snemmbúnum starfslokum spilar þar helst inn í sem er tilkomið vegna heimsfaraldursins“.

Þá segir að þótt að fjöldi nýútgefinna atvinnuflugmannsskírteina sé sífellt að hækka, og verið sé að útskrifa fleiri atvinnuflugmenn milli ára, þá nær það ekki til að anna eftirspurninni.













  fréttir af handahófi

Mitsubishi tilkynnir um endalok SpaceJet þotunnar

7. febrúar 2023

|

Japanski risafyrirtækið Mitsubishi Heavy Industries hefur tilkynnt um að þróun og framleiðslu á SpaceJet þotunni hefur formlega verið hætt en þotan var þróuð og smíðuð af dótturfyrirtækinu Mitsubish

Allar A340-600 breiðþotur Lufthansa á leið í loftið aftur

6. janúar 2023

|

Lufthansa ætlar að dusta rykið af öllum Airbus A340-600 breiðþotunum en þoturnar voru settar í langtímageymslu við upphaf heimsfaraldursins árið 2020 og sá flugfélagið ekki fram á að þær myndu snúa

Ríkisstjórn Sádí-Arabíu kynnir nýtt þjóðarflugfélag

12. mars 2023

|

Ríkisstjórnin í Sádí-Arabíu hefur kynnt til leiks nýtt flugfélag sem nefnist Riyadh Air sem mun hafa höfuðstöðvar í höfuðborginni Riyadh en stefnt er á að nýja flugfélagið muni fljúga til yfir 100 á

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá