flugfréttir

Ætla að banna allt fraktflug um flugvöllinn í Mexíkóborg

- IATA bregst harðlega við tillögu stjórnvalda í Mexíkó

24. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 10:28

Fraktflugvél frá LATAM Cargo

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

Samkvæmt mexókóskum fjölmiðlum, sem hafa birt tillögu frá mexíkóska þinginu sem lekið var, þá kemur fram að til stendur að banna allt fraktflug um stærsta flugvöllinn í Mexíkó með stuttum fyrirvara og aðeins yrði þá leyft að fljúga með þá frakt sem er í fraktrými í farþegaflugi.

Þá segir að þess í stað er lagt til að allar fraktflugvélar muni fljúga um nýja Felipe Angeles flugvöllinn sem opnaði í mars í fyrra.

IATA segir að það að færa allt fraktflug á nýjan flugvöll með innleiðingu banns með svo stuttum fyrirvara sé langt frá því að vera fýsilegur kostur í ljósi þess umfangs sem fer í að gera ráðstafanir er kemur að útfærslu á aðstöðu, tæknilegum atriðum, reglugerðum og innviðum.

„Stærsta miðstöð í fraktflutningum á markaðnum í Mexíkó fer í dag fram á alþjóðaflugvellinum í Mexókóborg. Hvorki flugfélög eða flutningsaðilar eru tilbúnir í að pakka saman og færa sig yfir á annan flugvöll“, segir í yfirlýsingu frá IATA.

„Flutningsferlið er gríðarlega krefjandi og þarf að skipuleggja það vel og gaumgæfileag til að koma í veg fyrir raskanir á flugstarfsemi og annarri starfsemi í kringum það. Það þurfa allir sem eiga hlut að máli að vinna saman til að tryggja öryggi og stöðugar fraktflutningar inn og út úr landinu“, segir ennfremur.

Eftir að þessum upplýsingum var lekið, brást forseti landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, við og sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna skorts á plássi á alþjóðaflugvellinum í Mexíkóborg.

IATA bætir við að nýi flugvöllurinn í borginni sé langt frá því að vera reiðubúinn til þess að taka við öllu fraktfluginu svo að það gangi snuðrulaust fyrir sig þar sem á flugvellinum eru ekki húsnæði og vöruskemmur til staðar til þess að geyma fraktina auk þess sem fullnægjandi tollafgreiðslukerfi sé ekki til staðar.

  fréttir af handahófi

Flugþolsprófanir hafnar með Airbus A321XLR þotuna

14. desember 2022

|

Airbus hefur hafið tilraunir á flugþoli með Airbus A321XLR tilraunarþotu og var fyrsta flugið flogið í gær og stóð það yfir í 13 klukkustundir.

Mökuleiki á að Lufthansa taki yfir ITA Airways á næstu vikum

12. desember 2022

|

Ítalska flugfélagið ITA Airways er sagt eiga í alvarlegum samningaviðræðum við Lufthansa en Lufthansa Group er eitt af þeim örfáu aðilum sem hafa sýnt yfirtökunni áhuga á nýja flugfélaginu sem tók v

American hættir samstarfi við Mesa Airlines

20. desember 2022

|

American Airlines hefur náð samkomulagi um að hætta samstarfi við flugfélagið Mesa Airlines sem hefur annað áætlunarflug fyrir dótturfélagið American Eagle.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air France-KLM pantar fjórar Airbus A350F fraktþotur

29. janúar 2023

|

Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

Flybe aftur gjaldþrota

28. janúar 2023

|

Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

Líf að glæðast á ný á Southend flugvellinum í London

26. janúar 2023

|

Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

Horizon hættir með De Havilland Dash 8

26. janúar 2023

|

Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

Flugumferðarstjórn á ný yfir Sómalíu eftir 30 ára hlé

26. janúar 2023

|

Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

Uzbekistan Airways freistar þess að selja gamlar þotur úr flotanum

25. janúar 2023

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

Ætla að banna allt fraktflug um flugvöllinn í Mexíkóborg

24. janúar 2023

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

Spá því að skortur á flugmönnum í heiminum muni vara í 10 ár

24. janúar 2023

|

Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.

ESB krefst svara frá Írlandi vegna sölu á þotum til Aeroflot

20. janúar 2023

|

Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisin

Missti athyglina í aðflugi og hafnaði í snjóskafli í lendingu

20. janúar 2023

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá