flugfréttir

Ætla að banna allt fraktflug um flugvöllinn í Mexíkóborg

- IATA bregst harðlega við tillögu stjórnvalda í Mexíkó

24. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 10:28

Fraktflugvél frá LATAM Cargo

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.

Samkvæmt mexókóskum fjölmiðlum, sem hafa birt tillögu frá mexíkóska þinginu sem lekið var, þá kemur fram að til stendur að banna allt fraktflug um stærsta flugvöllinn í Mexíkó með stuttum fyrirvara og aðeins yrði þá leyft að fljúga með þá frakt sem er í fraktrými í farþegaflugi.

Þá segir að þess í stað er lagt til að allar fraktflugvélar muni fljúga um nýja Felipe Angeles flugvöllinn sem opnaði í mars í fyrra.

IATA segir að það að færa allt fraktflug á nýjan flugvöll með innleiðingu banns með svo stuttum fyrirvara sé langt frá því að vera fýsilegur kostur í ljósi þess umfangs sem fer í að gera ráðstafanir er kemur að útfærslu á aðstöðu, tæknilegum atriðum, reglugerðum og innviðum.

„Stærsta miðstöð í fraktflutningum á markaðnum í Mexíkó fer í dag fram á alþjóðaflugvellinum í Mexókóborg. Hvorki flugfélög eða flutningsaðilar eru tilbúnir í að pakka saman og færa sig yfir á annan flugvöll“, segir í yfirlýsingu frá IATA.

„Flutningsferlið er gríðarlega krefjandi og þarf að skipuleggja það vel og gaumgæfileag til að koma í veg fyrir raskanir á flugstarfsemi og annarri starfsemi í kringum það. Það þurfa allir sem eiga hlut að máli að vinna saman til að tryggja öryggi og stöðugar fraktflutningar inn og út úr landinu“, segir ennfremur.

Eftir að þessum upplýsingum var lekið, brást forseti landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, við og sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna skorts á plássi á alþjóðaflugvellinum í Mexíkóborg.

IATA bætir við að nýi flugvöllurinn í borginni sé langt frá því að vera reiðubúinn til þess að taka við öllu fraktfluginu svo að það gangi snuðrulaust fyrir sig þar sem á flugvellinum eru ekki húsnæði og vöruskemmur til staðar til þess að geyma fraktina auk þess sem fullnægjandi tollafgreiðslukerfi sé ekki til staðar.













  fréttir af handahófi

Emirates undirbýr sig fyrir Airbus A350 og Boeing 777X

20. febrúar 2023

|

Emirates undirbýr sig fyrir að taka við fyrstu Airbus A350 og Boeing 777X þotunum en hluti af þeim undirbúningi er ný þjálfunarmiðstöð í Dubai.

Valletta Airlines sækir um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna

20. febrúar 2023

|

Maltneska flugfélagið Valletta Airlines hefur sótt um leyfi til þess að hefja flug til Bandaríkjanna.

Tveir flugmenn neita viðtölum hjá NTSB þar sem þau eru hljóðrituð

12. febrúar 2023

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur stefnt tveimur flugmönnum hjá American Airlines þar sem þeir hafa neitað að veita viðtöl vegna alvarlegs brautarátroðnings sem átti sér stað á John F.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá