flugfréttir

Flugumferðarstjórn á ný yfir Sómalíu eftir 30 ára hlé

- Mogadishu Flight Region (FIR) var endurvakin formlega í dag

26. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 16:10

Kort að flugupplýsingasvæðinu Mogadishu Flight Region (FIR)

Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggisþjónustu við flugleiðsögu.

Langvarandi átök og óeirðir hafa verið við lýði í Sómalíu allt frá áttunda áratungum og er borgarastyrjöld braust út árið 1991 heyrði ríkisflugfélagið Somali Airlines sögunni til ásamt ríkisstjórn landsins.

Í kjölfarið voru gefnar út viðvaranir gagnvart hættunni við því að fljúga yfir Sómalíu í 26.000 fetum og hefur Turkish Airlines verið eina evrópska flugfélagið sem hefur haldið uppi áætlunarflugi til landsins sl. ár.

Að undanförnu hefur verið unnið að því að innleiða aftur flugumferðarstjórn og leiðsöguþjónustu í Sómalíu og flokkast lofthelgin og flugumferðarsvæðið Mogadishu FIR aftur sem virkt og þjónustað svæði.

Kamil Al-Awadhi, yfirmaður útibús Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) fyrir Afríku og Miðausturlönd, segir að enduropnun á Mogadishu FIR eigi eftir að auka flugöryggi til muna á svæðinu og auka hagkvæmni og skilvirkni.

Airbus A330 þota frá Turkish Airlines á Aden Adde flugvellinum í Mogadishu í Sómalíu

„Það má þakka samstarfi og hópnum Somaila Airspace Special Coordination Team sem samanstendur af sómölskum flugmálayfirvöldum, IATA, flugmálayfirvöldum sem sjá um nærliggjandi flugumferðarsvæði og flugfélögum sem hafa verið í samstarfi með okkur“, segir Al-Awadhi.

Einnig tekur hann fram að þetta hafi orðið að veruleika vegna samstarfs um uppsetningu á búnaði og tækjum til flugleiðsögu vítt og breitt um Sómalíu vegna verkefnis sem var ýtt úr vör í maí í fyrra.

Mogadishu FIR er skilgreind sem Class A flugleiðsögusvæði yfir 24.500 fetum og öll flugumferð sem fer um svæðið þarf að vera á heimild frá flugumferðarstjórn sem sér um að veita þjónustu á svæðinu.

Um svæðið mun fara flugumferð en annasömustu leiðirnar eru flugleiðir sem tengja saman Afríku við Indland og vesturhluta Evrópu við Afríku og Miðausturlönd.













  fréttir af handahófi

Nepal ætlar að herða verulega á flugöryggi í landinu

6. febrúar 2023

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að innleiða fjölda nýrra reglugerða til þess að herða flugöryggi í landinu í kjölfar flugslyss sem átti sér stað um miðjan janúar er farþegaflugvél af gerðinni

Air France-KLM pantar fjórar Airbus A350F fraktþotur

29. janúar 2023

|

Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

Ætla að bæta við 80 nýjum flugvélum á þessu ári

4. janúar 2023

|

Lion Air Group ætlar sér að bæta við allt að 80 nýjum farþegaþotum við flugflota dótturfélaga sinna á þessu ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá