flugfréttir
Flugumferðarstjórn á ný yfir Sómalíu eftir 30 ára hlé
- Mogadishu Flight Region (FIR) var endurvakin formlega í dag

Kort að flugupplýsingasvæðinu Mogadishu Flight Region (FIR)
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggisþjónustu við flugleiðsögu.
Langvarandi átök og óeirðir hafa verið við lýði í Sómalíu allt frá áttunda áratungum og er borgarastyrjöld braust út árið 1991 heyrði ríkisflugfélagið
Somali Airlines sögunni til ásamt ríkisstjórn landsins.
Í kjölfarið voru gefnar út viðvaranir gagnvart hættunni við því að fljúga yfir Sómalíu
í 26.000 fetum og hefur Turkish Airlines verið eina evrópska flugfélagið sem hefur haldið uppi áætlunarflugi
til landsins sl. ár.
Að undanförnu hefur verið unnið að því að innleiða aftur flugumferðarstjórn
og leiðsöguþjónustu í Sómalíu og flokkast lofthelgin og flugumferðarsvæðið
Mogadishu FIR aftur sem virkt og þjónustað svæði.
Kamil Al-Awadhi, yfirmaður útibús Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) fyrir Afríku
og Miðausturlönd, segir að enduropnun á Mogadishu FIR eigi eftir að auka
flugöryggi til muna á svæðinu og auka hagkvæmni og skilvirkni.

Airbus A330 þota frá Turkish Airlines á Aden Adde flugvellinum í Mogadishu í Sómalíu
„Það má þakka samstarfi og hópnum Somaila Airspace Special Coordination Team sem
samanstendur af sómölskum flugmálayfirvöldum, IATA, flugmálayfirvöldum sem sjá
um nærliggjandi flugumferðarsvæði og flugfélögum sem hafa verið í samstarfi
með okkur“, segir Al-Awadhi.
Einnig tekur hann fram að þetta hafi orðið að veruleika vegna samstarfs um
uppsetningu á búnaði og tækjum til flugleiðsögu vítt og breitt um Sómalíu vegna
verkefnis sem var ýtt úr vör í maí í fyrra.
Mogadishu FIR er skilgreind sem Class A flugleiðsögusvæði yfir 24.500 fetum
og öll flugumferð sem fer um svæðið þarf að vera á heimild frá flugumferðarstjórn
sem sér um að veita þjónustu á svæðinu.
Um svæðið mun fara flugumferð en annasömustu leiðirnar eru flugleiðir sem tengja saman Afríku við Indland og vesturhluta Evrópu við Afríku og Miðausturlönd.


4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.