flugfréttir
Líf að glæðast á ný á Southend flugvellinum í London
- EasyJet ætlar að auka umsvif sín á Southend í sumar

Frá London Southend flugvellinum
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.
Þegar best lét voru yfir 2 milljónir farþega sem flugu um völlinn árið 2019
en árið 2020 datt sá fjöldi niður í 400.000 farþega á ári.
Árið 2021 hættu bæði Wizz Air og Ryanair að fljúga um London Southend
og dróst farþegafjöldinn þá niður í 100.000 farþega það árið ásamt því
að easyJet flaug aðeins 12 flug á viku þaðan til Faro, Malaga og Mallorca yfir
sumartímann.
Nú hinsvegar hefur stjórn flugvallarins gert samning við easyJet um flug til nokkurra
borga á næstu mánuðum og mun flugumferðin því aukast um 30 prósent í sumar.
EasyJet mun byrja að fljúga aftur um Southend þann 29. mars með flugi til
Malaga og því næst verður flogið til Amsterdam, Faro og Mallorca.
London Southend var eitt sinn þriðji stærsti flugvöllur Bretlands á sjöunda áratugnum
en í fyrra fóru aðeins 5% af flugumferðinni um flugvöllinn sem var árið 2019 og
þá dróst flugumferð enn meira saman er Amazon hætti að fljúga fraktflug á nóttunni
um völlinn í september 2022.
Stjórn flugvallarins segir að til standi að laða að fleiri flugfélög með lágum flugvallargjöldum.



31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.

8. febrúar 2023
|
Lufthansa hefur staðfest að flugfélagið ætli að taka aftur í notkun að minnsta kosti fjórar Airbus A380 risaþotur sem verða staðsettar í Munchen.

26. janúar 2023
|
Frá og með deginum í dag, 26. janúar, er aftur komin á flugumferðarstjórn yfir Sómalíu í kjölfar þess að flugupplýsingasvæðið Mogadishu FIR var endurvakið með innleiðingu innviða og úrbótum á öryggi

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.