flugfréttir
Flybe aftur gjaldþrota
- Töf á afhendingum á fleiri flugvélum sögð ástæðan

De Havilland Canada Dash 8-400 flugvél frá Flybe
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.
Í yfirlýsingu frá Flybe, sem gefin var út í dag, segir að félagið hefur aflýst öllu áætlunarflugi frá og með 28. janúar.
Flybe var upphaflega stofnað árið 1979 en félagið var eitt af fyrstu flugfélögunum sem varð heimsfaraldrinum að bráð en var endurvakið í fyrra eftir að nýir eigendur, Thyme Opco, tóku yfir reksturinn í apríl 2021 en ári síðar, í apríl 2022, byrjaði félagið að fljúga á ný með átta De Havilland Canada Dash 8-400 flugvélar.
Slitastjórn frá fyrirtækinu Interpath Advisory tók yfir stjórn Flybe í dag í höfuðstöðvunum í Birmingham og greinir nefndin frá því að seinkun á afhendingum á fleiri flugvélum í flotann sé ástæðan fyrir því að félagið hafi hætt flugrekstri í dag.
David Pike hjá Interpath Advisory segir að Flybe hafi því miður staðið frammi fyrir nokkrum áskorunum og ein sú helsta snéri um afhendingar á 17 flugvélum til viðbótar sem félagið þurfti til þess að halda úti flugáætlun sinni.
Pike segir að nýja Flybe flugfélag hafi fengið mjög hlýjar móttökur frá Bretum á þessum 9 mánuðum sem félagið var a flugi eftir fyrra gjaldþrotið og sé því um áfall að ræða fyrir innanlandsflug á Bretlandi og einnig á Norður-Írlandi en félagið var með töluverð umsvif á flugvellinum í Belfast.



1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

16. janúar 2023
|
Engin hefur fundist á lífi eftir að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-500 fórst skömmu fyrir lendingu er hún var í aðflugi að Pokhara-flugvellinum í Nepal á sunnudagsmorgun.

20. febrúar 2023
|
Emirates undirbýr sig fyrir að taka við fyrstu Airbus A350 og Boeing 777X þotunum en hluti af þeim undirbúningi er ný þjálfunarmiðstöð í Dubai.

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.