flugfréttir

Rekstur Flyr hangir á bláþræði - Aflýstu öllu flugi í dag

- Hluthafar hættu við frekari fjárfestingar og lausafé næstum því á þrotum

31. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 15:02

Boeing 737-800 þota frá Flyr á Gardermoen-flugvellinum í Osló

Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

Flyr var stofnað í ágúst árið 2020 og hóf félagið áætlunarflug í júní árið 2021 og hefur félagið því aðeins verið starfrækt í eitt og hálft ár.

Stjórn Flyr er að meta stöðuna og verður tekin ákvörðun um hvort leitast verður leiða til að finna aðrar lausnir í stöðunni eða hvort að besti kosturinn sé að hætta starfsemi og lýsa yfir gjaldþroti.

Flugfélagið gerði í gær grein fyrir ástandinu við kauphöllina í Osló og flaug félagið í gær til Alicante, Gran Canaria og til Malaga en í dag, þriðjudag, hafa engar flugferðir verið farnar og biður félagið farþega um að fygljast með þróun mála á vefsíðu félagsins.

Fram kemur að vegna „ástandsins á markaðnum“ og vegna áframhaldandi óvissu í ferðamannaiðnaðinum hafa hluthafar dregið sig frá frekari fjárfestingum til Flyr þrátt fyrir þau áform sem félagið hefur gert er kemur að leigu á fleiri flugvélum og aukinni eftirspurn í farmiðasölu.

Flyr hefur tólf Boeing 737 þotur í flotanum

Stjórn flugfélagsins segir að lausafjárstaða félagsins sé mjög tæp og ætlar stjórnin að reyna finna aðrar leiðir sem eru í boði til þess að koma með fjármagn inn í reksturinn og tryggja áframhaldandi flugrekstur en tekið er fram að ekki sé nein trygging fyrir því að hægt verði að finna aðra fjárfesta með svo skömmum fyrirvara.

Í síðustu viku tilkynnti Flyr um tvo leigusamninga sem gerðir hafa verið upp á 1.6 milljarð króna en annar þeirra er upp á 1.2 milljarð og er um viljayfirlýsingu sem er háður frekar fjármögnun.

Flyr lýsti því yfir í nóvember sl. að vonir stæðu til að hægt væri að safna 7.5 milljörðum króna til rekstursins til þess að þrauka veturinn en þau áform gengu ekki eftir. Í staðinn náði félagið að fá fjármagn upp á 3.5 milljarða með hlutafjárútboði.

Kringum áramótin tilkynnti Flyr að félagið hefði sótt um leyfi til samgönguráðuneytis Bandaríkjanna til þess að hefja leiguflug vestur um haf í nóvember 2023 og þá hefði félagið hafið viðræður fyrir jólin vegna leigu á sex þotum fyrir sumarið.

Flyr hefur tólf þotur í flotanum í dag, sex af gerðinni Boeing 737-800 og sex af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og hefur félagið flogið til 31 áfangastaða í Evrópu.

  fréttir af handahófi

Fundu lík tveggja laumufarþega á þotu í Kólumbíu

9. janúar 2023

|

Lík tveggja ungra manna fundust í hjólarými á farþegaþotu frá kólumbíska flugfélaginu Avianca sl. föstudag er þotan var í viðhaldsskoðun.

FAA setur saman nefnd til að rannsaka öryggismál hjá Boeing

9. janúar 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sett saman sérstaka nefnd sem er ætlað að fara yfir ýmis öryggismál og öryggisstaðla innan Boeing.

Annað kínverska flugfélagið til að fljúga 737 MAX á ný

3. febrúar 2023

|

Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá