flugfréttir
Þess vegna varð Flyr gjaldþrota
- Flyr fór fram á að verða tekið til gjaldþrotaskipta í gær

Boeing 737-800 þota frá norska flugfélaginu Flyr
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.
Flyr var stofnaði í miðjum heimsfaraldrinum árið 2020 af Erik G. Braathen, stofnanda norska flugfélagsins Braathens sem hætti starfsemi sinni
árið 2004, en ástæða gjaldþrots Flyr er sögð vera sú að stærstu hluthafar félagsins ákváðu að hætta við allar
frekari fjárfestingar í félaginu.
Flyr hóf starfsemi sína í júní árið 2021 og hóf áætlunarflug með fimm Boeing 737 þotur og var sætanýting félagsins
um 54% að meðaltali við lok ársins 2021.
Takmarkanir og aðgerðir vegna nýrra afbrigða kórónaveirunnar gerðu Flyr mjög erfitt fyrir árið 2021 og byrjaði
flugfélagið fljótlega að safna fé til þess að fjármagna erfiðan rekstur en norska fjölmiðlafyrirtækið TV Gruppen
setti meðal annars 3.5 milljarða króna í rekstur Flyr við upphaf þess árs.

Leiðarkerfi Flyr í desember 2022
Flyr hélt áfram að stækka og tvöfaldaðist flugflotinn upp í 10 þotur en á sama tíma og eftirspurn eftir flugsætum
fór að aukast í fyrra við lok heimsfaraldursins, fór verð á þotueldsneyti að hækka og flaug félagið fljótt
inn í fjárhagserfiðleika þrátt fyrir að sætanýtingin var farin að nálgast 90 prósent.
Taprekstur tók við árið 2022 og september í fyrra eftir að sumarvertíðinni lauk voru skuldir Flyr komnar í 1 milljarð norskra
króna eða sem samsvarar 14 milljörðum króna.
Á síðasta ársfjórðungnum í fyrra fór Flyr að brenna upp lausafé á gríðarlegum hraða og dróst það saman úr helming
eða úr 4.2 milljörðum króna niður í 2.1 milljarð en þá hafði dregið úr eftirspurn eftir flugsætum yfir vetrartímann á
sama tíma og samkeppni við önnur flugfélög í Skandinavíu var mikil.
Flyr brást við með því að draga saman seglin í leiðarkerfinu bæði í Skandinavíu og í Evrópu og ákvað félagið aðeins
að fljúga til helstu áfangastaðanna innan Evrópu.
Flyr gerði í nóvember í fyrra tilraun til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur upp á 7.5 milljarða króna en þær tilraunir
fóru út um þúfur þar sem fjárfestar voru farnir að halda að sér höndum.

Flyr var stofnað árið 2020
Félagið ákvað að fara aðrar leiðir og var ákveðið að hækka söfnunarmarkmiðið upp í tæpa 10 milljarða króna en þær aðferðir gengu ekki
upp. Því næst var skipt um stjórnarformann félagsins, leitast var leiða til að endurskipuleggja leigusamninga á flugvélum
og þá var sótt um leyfi til að hefja leiguflug til Bandaríkjanna til þess að bæta upp fyrir lágt framboð yfir veturinn sem
er að líða.
Til þess að halda rekstrinum gangandi áfram var ljóst að fjármögnun upp á tæpa 10 milljarða króna var nauðsynleg
til þess að standa við leigu á helming flugflotans fram á sumarið en á þeim tímapunkti voru fjárfestum hætt að lítast á blikuna og voru farnir að draga sig til hlés
Síðasta hálmstráið var að fjármagna 4.6 milljarða til þess að tryggja að minnsta kosti lágmarksflugflota og semja
við flugvélaleigufyrirtæki en áfram voru fjárfestar áhugalausir og dræm viðskipti með hlutabréf í Flyr í norsku
kauphöllinni sannfærðu aðra hluthafa og fjárfesta um að nú væri komin tími til að hætta að setja meira fé í rekstur
flugfélagsins.
Flestar flugvélarnar í flota Flyr voru teknar á leigu frá bandaríska fyrirtækinu Air Lease sem varð félaginu
út um sex Boeing 737 MAX þotur og eina Boeing 737-800 þotu á meðan önnur flugvélaleiga leigði
flugfélaginu fimm Boeing 737-800 þotur.



4. janúar 2023
|
Lion Air Group ætlar sér að bæta við allt að 80 nýjum farþegaþotum við flugflota dótturfélaga sinna á þessu ári.

9. janúar 2023
|
Lík tveggja ungra manna fundust í hjólarými á farþegaþotu frá kólumbíska flugfélaginu Avianca sl. föstudag er þotan var í viðhaldsskoðun.

26. janúar 2023
|
Horizon Air, dótturfélag Alaska Air Group, hefur formlega hætt með De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar sínar og var síðasta áætlunarflugið flogið fyrr í þessum mánuði.

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.