flugfréttir

Flugfreyja hjá BA handtekin vegna gruns um ölvunar um borð

1. febrúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 19:08

Airbus A320 þota British Airways á Gatwick-flugvellinum í London

Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Bretlands.

Lögreglumenn frá lögreglunni í Sussex fóru um borð í Airbus A320 farþegaþotu félagsins við komuna til Gatwick-flugvallar sl. fimmtudag eftir að flugstjórinn óskaði eftir lögregluaðstoð.

Fram kemur að þotan hafi verið hálfnuð á leið til Bretlands í 30.000 fetum þegar tilkynnt var um flugfreyju sem væri ekki í ástandi til þess að sinna starfi sínu.

Eftir lendingu í London beið flugvélin í um 45 mínútur á fjarlægu stæði á flugvellinum og var flugfreyjan, sem er 41 árs, látin gangast undir áfengispróf sem hún féll á en aðrir áhafnarmeðlimir telja að hún hafi einnig verið undir áhrifum annarra vímuefna heldur en áfengis.

Í breskum fjölmiðlum segir að farþegum hafi verið mjög brugðið við að sjá lögreglu leiða frá borði eina flugfreyju eftir að hún hafði verið við störf sín um borð allan tímann.

„Starf hennar fellst í að sinna öryggi um borð, vera til taks og þjóna farþegum og hún var ekki í ástandi til þess að gera það“, er haft eftir flugstjóranum.

Fram kemur að flugfreyjan hafi verið leyst frá störfum á meðan rannsókn fer fram. Talsmaður lögreglunnar í Sussex segir að þeir hafi handtekið 41 árs konu þann 26. janúar sl. vegna gruns um að hafa sinnt starfi sínu sem flugfreyja undir áhrifum áfengis.

Samkvæmt lög og reglugerðum í fluginu í Bretlandi mega áhafnir ekki mælast með meira en 20 milligröm af vínanda í blóðinu á hverja 100 millilítra en flugmönnum og flugfreyjum er ráðlagt að hætta að drekka þegar 8 klukkustundir eru í vakt.













  fréttir af handahófi

FAA setur saman nefnd til að rannsaka öryggismál hjá Boeing

9. janúar 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sett saman sérstaka nefnd sem er ætlað að fara yfir ýmis öryggismál og öryggisstaðla innan Boeing.

Uzbekistan Airways freistar þess að selja gamlar þotur úr flotanum

25. janúar 2023

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways gerir nú tilraun til þess að setja gamlar Boeing-þotur á sölu auk gamalla þotna sem smíðaðar voru á tímum Sovíetríkjanna og hefur flugfélagið fengið til sín ráðgjafa f

FedEx að hætta með MD-10F

12. janúar 2023

|

Vörufluttningaflugfélagið FedEx Express er að öllum líkindum hætta að nota McDonnell Douglas MD-10F fraktþoturnar en til stóð að hætta með þær snemma á þessu ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá