flugfréttir
Flugfreyja hjá BA handtekin vegna gruns um ölvunar um borð

Airbus A320 þota British Airways á Gatwick-flugvellinum í London
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Bretlands.
Lögreglumenn frá lögreglunni í Sussex fóru um borð í Airbus A320 farþegaþotu félagsins við komuna
til Gatwick-flugvallar sl. fimmtudag eftir að flugstjórinn óskaði eftir lögregluaðstoð.
Fram kemur að þotan hafi verið hálfnuð á leið til Bretlands í 30.000 fetum þegar tilkynnt var
um flugfreyju sem væri ekki í ástandi til þess að sinna starfi sínu.
Eftir lendingu í London beið flugvélin í um 45 mínútur á fjarlægu stæði á flugvellinum og var
flugfreyjan, sem er 41 árs, látin gangast undir áfengispróf sem hún féll á en aðrir áhafnarmeðlimir telja að hún hafi einnig verið undir áhrifum annarra vímuefna heldur en áfengis.
Í breskum fjölmiðlum segir að farþegum hafi verið mjög brugðið við að sjá lögreglu leiða frá borði eina flugfreyju eftir að hún hafði verið við störf sín um borð allan tímann.
„Starf hennar fellst í að sinna öryggi um borð, vera til taks og þjóna farþegum og hún var ekki
í ástandi til þess að gera það“, er haft eftir flugstjóranum.
Fram kemur að flugfreyjan hafi verið leyst frá störfum á meðan rannsókn fer fram. Talsmaður
lögreglunnar í Sussex segir að þeir hafi handtekið 41 árs konu þann 26. janúar sl. vegna
gruns um að hafa sinnt starfi sínu sem flugfreyja undir áhrifum áfengis.
Samkvæmt lög og reglugerðum í fluginu í Bretlandi mega áhafnir ekki mælast með
meira en 20 milligröm af vínanda í blóðinu á hverja 100 millilítra en flugmönnum og
flugfreyjum er ráðlagt að hætta að drekka þegar 8 klukkustundir eru í vakt.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.