flugfréttir
Annað kínverska flugfélagið til að fljúga 737 MAX á ný

Boeing 737 MAX þota frá kínverska flugfélaginu Hainan Airlines
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeirra þar í landi.
Fyrsta áætlunarflug Hainan Airlines var flogið þann 1. febrúar sl. frá kínversku borginni Haikou til Kunming
en flugfélagið byrjaði aðeins að fljúga einni 737 MAX þotu ef þeim ellefu sem félagið hefur í flotanum.
Það var flugfélagið China Southern Airlines sem flaug fyrsta flugið í Kína með Boeing 737 MAX þotunum
eftir að flugmálayfirvöld í landinu afléttu kyrrsetningunni en Kína var eitt af síðustu löndunum í heiminum til
að heimila notkun þeirra á ný eftir næstum fjögurra ára kyrrsetningu.
Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar um allan heim árið 2019 í kjölfar tveggja flugslysa í Eþíópíu og í
Indónesíu.



31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

28. janúar 2023
|
Breska lágfargjaldarfélagið Flybe er hætt flugresktri enn og aftur, aðeins tæpu ári eftir að reksturinn var endurvakinn með nýjum eigendum eftir að flugfélagið varð gjaldþrota árið 2020.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.