flugfréttir

Airbus og Qatar Airways ná sáttum og fella niður dómsmál

- Ætla að vinna saman að lausn á galla á málningu á Airbus A350 þotunum

3. febrúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 08:28

Airbus A350 þota frá Qatar Airways í geymslu við viðhaldsskýli flugfélagsins á flugvellinum í Doha

Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en deilurnar fóru alla leið fyrir dómstóla.

Málið byrjaði síðla árs árið 2021 er Qatar Airways tilkynnti um að sprungur væru farnar að myndast í eldingarvarnarhimnu á skrokk vélanna auk þess sem málningin væri farin að flagna af á mörgum af þeim Airbus A350-900 þotum sem félagið hefði fengið afhentar.

Qatar Airways fór fram á 79 milljarða króna skaðabætur frá Airbus þar sem félagið sagðist hafa verið knúið til þess að leggja þotunum að beiðni flugmálayfirvalda í Qatar en Airbus höfðaði einnig mál gegn Qatar Airways fyrir að hafa dregið öryggi flugvélanna í efa og fór fram á bætur frá flugfélaginu fyrir að skaða orðstýr þeirra.

Nú hafa bæði Airbus og Qatar Airways gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að báðir aðilar ætli að leggja niður öll málaferli sem voru þegar komin fyrir dómstóla í London og vinna frekar saman að niðurstöður í málinu.

„Viðgerðarvinna hefur þegar hafist og báðir aðilar hlakka til að fá þessar flugvélar aftur í loftið með öruggum hætti“, segir meðal annars í yfirlýsingu frá Airbus.

Sættirnar náðust í kjölfar viðræðna á milli flugvélaframleiðandans og flugfélagsins eftir að Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Sheikh Tamim bin Hammad al-Thani, emírinn af Katar, ræddu saman varðandi deilurnar auk þess sem flugmálayfirvöld Evrópu (EASA) og flugmálayfirvöld í Katar áttu í viðræðum sín á milli með fullnægjandi hætti.

Flagnað yfirlag á Airbus A350 þotu hjá Qatar Airways

Airbus hafði farið fram á skaðabætur upp á 220 milljónir Bandaríkjadala og þá fór Qatar Airways í mál við Airbus og krafðist skaðabætur upp á 185 milljónir dala en sættirnar fela í sér engar frekari kröfur frá hvorugum aðilanum.

Þess má geta að þegar deilurnar stóðu sem hæstar hafði Airbus afskrifað allar frekari afhendingar á fleiri Airbus A350 þotum til Qatar Airways og rift pöntuninni auk þess sem pöntun á Airbus A321neo þotum var einnig rift.

Í dag eru 52 flugfélög sem hafa Airbus A350 þotur í flota sínum og þótt að einhver flugfélög hafi haft áhyggjur af vandamálinu með málningu og flagnað yfirlag á skrokk vélanna og nokkur félög hafi farið fram á skaðabætur vegna viðgerða þá voru flugmálayfirvöldin í Katar þau einu sem fóru fram á kyrrsetningu þeirra í landinu.

Airbus hefur endurvakið pöntun Qatar Airways varðandi þær 23 Airbus A350-1000 þotur sem á eftir að afhenda og hefjast afhendingar að nýju síðar á þessu ári en afhendingar á fyrstu Airbus A321neo þotunum hefjast ekki fyrr en árið 2026.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Missti athyglina í aðflugi og hafnaði í snjóskafli í lendingu

20. janúar 2023

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir

Ætla að setja takmarkanir á fjölda flugferða um Schiphol

7. mars 2023

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) ætla að höfða mál gegn ríkisstjórn Hollands vegna fyrirhugaðra aðgerða um að setja takmarkanir á flugumferð um Schiphol-flugvöllinn í Amsterdam til þess að grípa t

Lufthansa gerir tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways

18. janúar 2023

|

Lufthansa Group hefur fallist á að kaupa hlut í ítalska flugfélaginu ITA Airways og hefur flugfélagasamsteypan gert tilboð með það markmið að eignast síðar fullan hlut í flugfélaginu ítalska.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá