flugfréttir

BA bannar áhöfnum að deila myndum á samfélagsmiðlum

- Innleiða strangar reglur varðandi myndir á Facebook, Instagram og TikTok

3. febrúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 09:32

British Airways hefur haft áhyggjur af þeim gríðarlega fjölda efnis sem áhafnir flugfélagsins hafa verið að deila á samfélagsmiðla

British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram, Snapchat eða TikTok.

Nokkrar flugfreyjur, flugþjónar og flugmenn hafa öðlast vinsældir á samfélagsmiðlum með þessum hætti og fengið marga fylgjendur vegna skemmilegra mynda eða myndbanda en með nýrri reglugerð flugfélagsins þá gæti það breyst á næstunni.

Sagt er að um bann sé að ræða en British Airways hefur neitað því hinsvegar og segir að aðeins sé um að ræða fyrirmæli sem ætlast er til að fara eftir.

Margir starfsmenn British Airways tilkynntu sl. miðvikudag að þeir munu ekki þora lengur að deila myndum af sér úr starfi sínu af ótta við að brjóta tilmæli flugfélagsins og vegna hættu á að missa vinnuna.

Flugstjórinn Dave Wallsworth segir að hann efist um að hann eigi eftir að halda áfram að deila myndum áfram á samfélagsmiðlum

Talið er að British Airways hafi ákveðið þetta vegna bylgju af myndum á samfélagsmiðlum frá flugmönnum, flugfreyjum og flugþjónum sem deila lífstílnum úr háloftunum og telur flugfélagið að ímynd og traust þess gæti verið í húfi en þá hefur félagið einnig haft áhyggjru af gríðarlegri notun starfsmanna á samfélagsmiðlum yfir höfuð.

Flugmenn hafa verið að deila efni úr stjórnklefanum, flugfreyjur hafa tekið myndir af þeim sjálfum og öðrum úr áhöfninni á ýmsum stöðum í flugvélinni og sett á samfélagsmiðla auk þess sem margir hafa tekið myndir af sér með farþegum og þá einna helst frægum farþegum á borð við leikara og söngvara.

Flugstjóri með 111.000 fylgjendur segist ætla að hætta að deila myndum núna

Einn flugstjóri, Dave Wallsmorth að nafni, hefur tjáð sig um málið en hann hefur flogið fyrir British Airways frá árinu 1989 og flýgur hann Airbus A350 þotum félagsins í dag.

Flugstjórinn Dave Wallsworth

Dave hefur 111.000 fylgjendur á Twitter og hefur hann verið þekktur fyrir að deila skemmtilegum myndum úr stjórnklefanum og selfie-myndum og útsýninu úr háloftunum.

Dave hefur til að mynda deilt myndum út stjórnklefanum sem sýna París úr 38.000 fetum, mögnuðu útsýni yfir Grænlandi og myndir af leikaranum Timothy Dalton í stjórnklefanum en hann segist ætla að láta staðar numið eftir yfirlýsinguna frá British Airways.

Þá hafa áhafnir deilt myndum af sér í hvíldarrými í breiðþotum á löngum flugleiðum og við störf sín í eldhúsrými flugvélanna á meðan verið er að undirbúa máltíðir og einnig þegar farþegar eru að ganga frá borði sem stangast á við reglugerðir British Airways.

Þá hefur British Airways einnig bannað áhöfnum að taka myndir af sér sitjandi í hreyflum flugvélanna en slíkar myndatökur hafa verið vinsælar allt frá gullnu árum flugsins og má finna þannig myndir aftur til sjöunda áragurarins.

Fram kemur að British Airways sé heldur ekki vel við að áhafnir séu að taka myndir af sér í hreyflunum

„Við höfum ekki stöðvað neina starfsmenn í því að taka myndir og setja á samfélagsmiðla. Við erum einungis að gefa þeim skýr fyrirmæli um hvað er viðeigandi og á hvaða tímapunkti. Til dæmis þegar þau eru við störf sín um borð þá eiga þau að einblína á öryggi farþega. Við erum einfaldlega að segja þeim að bíða með myndatökur þangað til það er við hæfi“, segir í yfirlýsingu frá British Airways.

Qatar Airways, sem á hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways, hefur starfsreglur varðandi Qatar Airways, þar sem áhafnir eru beðnar um að bíða með að deila myndum á samfélagsmiðlum þangað til að þær hafa endað vaktina en ekki á meðan þau eru við störf sín.













  fréttir af handahófi

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Lufthansa pantar 22 nýjar breiðþotur frá Boeing og Airbus

2. mars 2023

|

Lufthansa Group hefur lagt inn pöntun til bæði Boeing og Airbus í 22 nýjar breiðþotur að andvirði 7.5 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 1.070 milljarða króna.

Airbus sýnir nýjan litabúning fyrir þriðju A321XLR þotuna

14. febrúar 2023

|

Ein af A321XLR tilraunarþotum Airbus hefur verið máluð í sérstökum A321XLR lituaþema og birti flugvélaframleiðandinn evrópski myndir af þotunni í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá