flugfréttir
BA bannar áhöfnum að deila myndum á samfélagsmiðlum
- Innleiða strangar reglur varðandi myndir á Facebook, Instagram og TikTok

British Airways hefur haft áhyggjur af þeim gríðarlega fjölda efnis sem áhafnir flugfélagsins hafa verið að deila á samfélagsmiðla
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram, Snapchat eða TikTok.
Nokkrar flugfreyjur, flugþjónar og flugmenn hafa öðlast vinsældir á samfélagsmiðlum með þessum
hætti og fengið marga fylgjendur vegna skemmilegra mynda eða myndbanda en með nýrri reglugerð
flugfélagsins þá gæti það breyst á næstunni.
Sagt er að um bann sé að ræða en British Airways hefur neitað því hinsvegar og segir að aðeins sé um að ræða fyrirmæli sem ætlast er til að fara eftir.
Margir starfsmenn British Airways tilkynntu sl. miðvikudag að þeir munu ekki þora lengur að deila
myndum af sér úr starfi sínu af ótta við að brjóta tilmæli flugfélagsins og vegna hættu á að missa vinnuna.

Flugstjórinn Dave Wallsworth segir að hann efist um að hann eigi eftir að halda áfram að deila myndum áfram á samfélagsmiðlum
Talið er að British Airways hafi ákveðið þetta vegna bylgju af myndum á samfélagsmiðlum frá flugmönnum, flugfreyjum
og flugþjónum sem deila lífstílnum úr háloftunum og telur flugfélagið að ímynd og traust þess gæti verið í húfi en
þá hefur félagið einnig haft áhyggjru af gríðarlegri notun starfsmanna á samfélagsmiðlum yfir höfuð.
Flugmenn hafa verið að deila efni úr stjórnklefanum, flugfreyjur hafa tekið myndir af þeim
sjálfum og öðrum úr áhöfninni á ýmsum stöðum í flugvélinni og sett á samfélagsmiðla auk þess sem margir
hafa tekið myndir af sér með farþegum og þá einna helst frægum farþegum á borð við leikara og söngvara.
Flugstjóri með 111.000 fylgjendur segist ætla að hætta að deila myndum núna
Einn flugstjóri, Dave Wallsmorth að nafni, hefur tjáð sig um málið en hann hefur flogið fyrir
British Airways frá árinu 1989 og flýgur hann Airbus A350 þotum félagsins í dag.

Flugstjórinn Dave Wallsworth
Dave hefur 111.000 fylgjendur á Twitter og hefur hann verið þekktur fyrir að deila skemmtilegum
myndum úr stjórnklefanum og selfie-myndum og útsýninu úr háloftunum.
Dave hefur til að mynda deilt myndum út stjórnklefanum sem sýna París úr 38.000 fetum, mögnuðu útsýni
yfir Grænlandi og myndir af leikaranum Timothy Dalton í stjórnklefanum en hann segist ætla að láta
staðar numið eftir yfirlýsinguna frá British Airways.
Þá hafa áhafnir deilt myndum af sér í hvíldarrými í breiðþotum á löngum flugleiðum og við
störf sín í eldhúsrými flugvélanna á meðan verið er að undirbúa máltíðir og einnig þegar farþegar eru að ganga
frá borði sem stangast á við reglugerðir British Airways.
Þá hefur British Airways einnig bannað áhöfnum að taka myndir af sér sitjandi í hreyflum flugvélanna en
slíkar myndatökur hafa verið vinsælar allt frá gullnu árum flugsins og má finna þannig myndir aftur til sjöunda áragurarins.

Fram kemur að British Airways sé heldur ekki vel við að áhafnir séu að taka myndir af sér í hreyflunum
„Við höfum ekki stöðvað neina starfsmenn í því að taka myndir og setja á samfélagsmiðla. Við erum
einungis að gefa þeim skýr fyrirmæli um hvað er viðeigandi og á hvaða tímapunkti. Til dæmis þegar þau
eru við störf sín um borð þá eiga þau að einblína á öryggi farþega. Við erum einfaldlega að segja
þeim að bíða með myndatökur þangað til það er við hæfi“, segir í yfirlýsingu frá British Airways.
Qatar Airways, sem á hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways, hefur starfsreglur
varðandi Qatar Airways, þar sem áhafnir eru beðnar um að bíða með að deila myndum á samfélagsmiðlum
þangað til að þær hafa endað vaktina en ekki á meðan þau eru við störf sín.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.