flugfréttir
Mitsubishi tilkynnir um endalok SpaceJet þotunnar
- Hefði orðið fyrsta japanska farþegaþotan
Til stóð að All Nippon Airways (ANA) myndi fá fyrsta eintakið af SpaceJet þotunni árið 2021
Japanski risafyrirtækið Mitsubishi Heavy Industries hefur tilkynnt um að þróun og framleiðslu á SpaceJet þotunni hefur formlega verið hætt en þotan var þróuð og smíðuð af dótturfyrirtækinu Mitsubishi Aircraft Corporation.
SpaceJet, sem hét upphaflega Mitsubishi Regional Jet, varð að hugmynd árið 2007
og var um að ræða fyrstu japönsku farþegaþotuna og fyrstu farþegaflugvélina þar í landi síðan að NAMC YS-11 flugvélin kom á markað árið 1962.
Þotan kom í tveimur útgáfum, MRJ70 og MRJ90 en aðeins voru smíðuð 8 eintök af þotunni
sem allar voru tilraunaflugvélar sem tóku þátt í flugprófunum en síðar var ákveðið að stækka
þoturnar og kynntar voru til leiks tegundirnar M90 og M100.
Japanskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að öll frekari áform um smíði og prófanir hefur verið
hætt en búið var að setja yfir 1 þúsund milljarða króna í SpaceJet-verkefnið frá því var ýtt úr vör árið 2008.
Segja má að SpaceJet hafi orðið kórónveirunni að bráð þar sem hlé var gert á framleiðslunni
árið 2020 þegar Mitsubushi minnkaði fjármagn til verkefnisins um helming.
Upphaflega átti MRJ þotan að koma á markaðinn árið 2012
Mitsubishi sagði upp 95% af starfsfólkinu í verksmiðjunum í Nagoya í apríl árið 2021 og lét
flugvélaframleiðandinn bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) vita í október 2021 að ekki stæði
til að hefja framleiðsluna á ný í bráð.
Til stóð að þotan kæmi á markað árið 2012 en sex sinnum var fyrstu afhendingunni frestað og voru komnar pantanir í 450 eintök af þotunni þegar mest var. Síðar fóru flugfélög að hætta við og afpanta og missti framleiðandinn pantanir í 180 flugvélar
og taldi pöntunarlistinn 270 flugvélar í gær og er núna ljóst að engar verða afhentar.
Meðal flugfélaga sem höfðu pantað SpaceJet þotuna eru All Nippon Airways (ANA), SkyWest,
Japan Airlines, Mesa Airlines, Eastern Air Lines, Air Mandalay auk flugvélaleigufyrirtækjanna
Rockton AB í Svíðþjóð, Trans States Holding, ANI Group Holdings og Aerolease Aviation.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.