flugfréttir
Flughátíð í Arizona frestað vegna manneklu í flugturni
Frá Copperstate Fly-In flughátíðinni
Skipuleggjendur Copperstate Fly-In flughátíðarinnar í Arizona hafa ákveðið að fresta hátíðinni vegna skorts á flugumferðarstjórum en til stóð að hátíðin færi fram í mars og var um að ræða 50. skipti sem sú flughátíð fer fram.
Ákveðið hefur verið að fresta hátíðinni fram í október þar sem Falcon Field flugvöllurinn segist ekki geta ráðið við meiri flugumferð í næsta mánuði.
Sarah Andrews, framkvæmdarstjóri hátíðarínnar, hefur greint frá því að stjórn flugumferðarstjórnarinnar á Falcon Field flugvellinum hafi tilkynnt að þeir eru ekki nægilega vel mannaðir þar sem þeir ná varla að halda úti lágmarksflugöryggi vegna manneklu.
Sarah segir að fundir hafi farið fram með stjórn flugvallarins í október 2022 og þá hafi
þeir greint frá því að flughátíðin gæti vel farið fram 24-26. mars án vankvæða.
Copperstate Fly-In flughátíðin fór fyrst fram árið 1973 en henni er ætlað að efla og styðja grasrótina í fluginu á svæðinu og fræða og vekja áhuga almennings á flugi.
Flughátíðin hefur sífellt laðað að fleiri og fleiri flugmenn og er hátíðin orðin stærri
en aðrar sambærilegar flughátíðir í suðvesturhluta Bandaríkjanna.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.