flugfréttir

Tvö lágfargjaldarfélög í Kólumbíu hætta starfsemi

- Viva Air Colombia og Viva Air Perú aflýsa öllu flugi

1. mars 2023

|

Frétt skrifuð kl. 18:06

Airbus A320 þota í litum Viva Air Colombia

Kólumbísku flugfélögin Viva Air Cikombia og Viva Air Perú hafa hætt starfsemi sinni og aflýst öllu frekara áætlunarflugi og kennir móðurfélagið, Grupo Viva, flugmálayfirvöldum í Kólumbíu um.

Í tilkynningu frá Grupo Viva segir að kólumbísk flugmálayfirvöld hafi verið of sein til þess að gefa grænt ljós fyrir yfirtöku Avianca Group á flugfélaginu og hafi fyrirtækið því neyst til þess að láta Viva Air leggja árar í bát.

Viva Air Colombia felldi í gær niður allt áætluarflug en fram kemur að samningaviðræður munu þrátt fyrir það halda áfram.

Grupo Viva segir að ákvörðun flugmálayfirvalda um að leyfa fleiri áhugasömum aðilum að koma að borðinu hafi hægt mjög á söluferlinu á meðan Avianca Group hafi verið eini fjársterki aðilinn sem hefði getað komið með aukið fé inn í reksturinn og gat það ekki þolað frekari bið.

Þeir aðilar eru öll erlend flugfélög sem kólumbísk stjórnvöld vildu hleypa að borðinu en þau flugfélög eru Aerolineas Argentinas, LATAM, JetSMART, Wingo og Ultra Air.

Viva segir að félagið hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi frá flugvélaleigum og hluthöfum sl. vikur og hafi tvær flugvélar verið vörslusviptar og teknar úr flotanum eftir að flugmálayfirvöld höfnuðu yfirtökutilboði sem gert var í nóvember í fyrra.

Dótturfélög Grupo Viva eru Viva Air Colombia og Viva Air Perú en í flota félaganna eru fimm Airbus A320 þotur og tíu þotur af gerðinni Airbus A320neo.

Viva Air Colombia var stofnað árið 2009 og hóf flugfélagið rekstur sinn árið 2012 en Viva Air Perú var stofnað árið 2016 og hóf það félagið flugrekstur árið 2017.  fréttir af handahófi

Emirates tekur aftur í notkun Boeing 747 fraktþotur

8. maí 2023

|

Emirates ætlar að hefja aftur fraktflug með júmbó-þotum til þess að anna eftirspurn í fraktflugi en félagið ætlar á næstunni að taka á leigu tvær Boeing 747 júmbó-þotur sem fara í flota Emirates SkyC

Þegar farið að bera á seinkunum á flugvöllum í Evrópu

7. júní 2023

|

Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

Vilja að A321XLR fái sömu samþykkt og A321neo hjá FAA fyrir neyðarlækkun

13. apríl 2023

|

Airbus hefur beðið bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) um leyfi til þess að samþykkja sömu eiginleika fyrir Airbus A321XLR þotuna er kemur að snöggri lækkun í neyðartilfellum og gildir fyrir A321neo þo

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugfloti Wizz Air nálgast 200 þotur

8. júní 2023

|

Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

Þegar farið að bera á seinkunum á flugvöllum í Evrópu

7. júní 2023

|

Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

Hætti við flugtak og rak í veg fyrir þotu í flugtaki vegna hliðarvinds

5. júní 2023

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Fyrri lendingarkeppnin sumarsins fór fram á Tungubökkum

5. júní 2023

|

Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

Icelandair og Turkish Airlines undirrita samstarfssamning

5. júní 2023

|

Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

Nýtt breskt flugfélag festir kaup á Airbus A380 risaþotu

1. júní 2023

|

Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

SAS opnar fyrir bókanir með fyrstu rafmagnsflugvélinni

1. júní 2023

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

Air Greenland tekur Boeing 777 og 737 á leigu tímabundið

31. maí 2023

|

Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f

Nýtt flugfélag í Sádí-Arabíu sagt ætla að panta 150 MAX-þotur

29. maí 2023

|

Flugfélagið Riyadh Air er sagt í viðræðum við Boeing um stóra pöntun í að minnsta kosti 150 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Efla öryggi varðandi brautarátroðning á tólf flugvöllum

25. maí 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að verja 100 milljónum dölum í sérstakt verkefni sem miðar af því að efla öryggi er varðar brautarátroðning á 12 flugvöllum vestanhafs.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá