flugfréttir
Flugmenn Delta samþykkja 34 prósenta launahækkun

Flugmenn Delta Air Lines munu hækka strax í launum um 18 prósent
Flugmenn Delta Air Lines hafa samþykkt með miklum meirihluta nýjan kjarasamning sem felur í sér launahækkun upp á allt að 34 prósent.
Flugmannafélagið ALPA (Air Line Pilot Association), sem fer fyrir 15.000 flugmönnum hjá félaginu, tilkynnti
að 78% flugmanna tóku þátt í kjörinu og voru 96% flugmanna sem kusu með samningnum.
Samningurinn nær til næstu fjögurra ára en þess má geta að önnur bandarísk flugfélög
á borð við American Airlines, Southwest Airlines og United Airlines eiga nú öll
í samningaviðræðum um bættari kjör.
Kjarasamningur Delta Air Lines hljóðar að meðaltali upp á 23% launahækkun en hækkun
launa fer eftir hversu lengi hver flugmaður hefur starfað hjá flugfélaginu.
Kjarasamningurinn er metinn á 1.025 milljarða króna og nær hann fram til næstu fjögurra ára
en flugmenn munu hækka strax í launum um 18 prósent og önnur 5 prósenta hækkun tekur
við að ári liðnu.
Því næst munu flugmenn hækka í launum um 4 prósent á næstu tvö árin og þá munu þeir
einnig fá eina eingreiðslu sem samsvarar 4 prósent af þeim launum sem þeir höfðu árið 2020
og aftur fyrir þau laun sem þeir voru með árið 2021 og 14 prósent af launum sínum í fyrra.
Önnur kjör sem munu fylgja kjarasamningnum er 10 vikna fæðingarorlof á launum, betri
máltíð um borð og betri heilbrigðistryggingu.
Laun aðstoðarflugmanns hjá Delta Air Lines eru á bilinu 13.000 til 34.000 krónur á klukkustund
á meðan laun flugstjóra eru á bilinu 33.000 til 47.000 krónur á tímann.
Með launahækkuninni munu háttsettustu flugstjórar Delta Air Lines því fá laun upp á 62.000 krónur
á tímann og má því áætla að mánaðarlaun þeirra verði í kringum 5.2 milljónir á mánuði.



11. janúar 2023
|
Flugfélagið Air Baltic ætlar að bjóða upp á ókeypis nettengingu um borð í öllum flugvélum sínum fyrir alla farþega, óháð farþegarými.

30. janúar 2023
|
Bandarísk stjórnvöld setja nú þrýsting á Tyrki til þess að stöðva allt áætlunarflug til Rússlands með Boeing-þotum en einnig hvetja þau flugfélög í Hvíta-Rússlandi til að gera slíkt hið sama.

18. janúar 2023
|
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sektað breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways um 1 milljón Bandaríkjadali fyrir að hafa flogið nokkrum sinnum í gegnum lofthelgina yfir Írak en flugin voru á samvinn

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.