flugfréttir
Iraqi Airways fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

Iraqi Airways á von á fjórtán Boeing 737 MAX þotum á næstunni
Iraqi Airways hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu af þeim fimmtán sem flugfélagið á von á að fá.
Þotan lenti á flugvellinum í Baghdad þann 26. febrúar sl. eftir afhendingarflug
frá verksmiðjum Boeing í Seattle með viðkomu á Keflavíkurflugvelli.
Þotan er af gerðinni 737 MAX 8 og mun Iraqi Airways fá fimm þotur af þeirri gerð og 10 þotur
af gerðinni Boeing 737 MAX 10.
Hátíðleg athöfn fór fram í tilefni komu þotunnar á flugvellinum í Baghdad að viðstöddum
Razzaq Al-Saadawi, samgönguráðherra Íraks.
Iraqi Airways er ennþá á svörtum lista Evrópsambandsins í kjölfar úttektar sem gerð var
á rekstri flugfélagsins árið 2015 en félagið fær undanþágu þar sem það flýgur flugvélum
sem teknar eru á leigu með áhöfnum.



31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.

9. janúar 2023
|
Lík tveggja ungra manna fundust í hjólarými á farþegaþotu frá kólumbíska flugfélaginu Avianca sl. föstudag er þotan var í viðhaldsskoðun.

9. janúar 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gera ráð fyrir að búið verði að uppfæra ratsjárhæðarmála (radio altimeter) um borð í öllum farþegaflugvélum, sem fljúga um bandaríska lofthelgi, fyrir febrúar árið 202

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.