flugfréttir
Ætla að setja takmarkanir á fjölda flugferða um Schiphol
- IATA ætlar að höfða mál gegn hollenskum stjórnvöldum

Frá Schiphol-flugvellinum í Amsterdam
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) ætla að höfða mál gegn ríkisstjórn Hollands vegna fyrirhugaðra aðgerða um að setja takmarkanir á flugumferð um Schiphol-flugvöllinn í Amsterdam til þess að grípa til skjótra aðgerða gagnvart loftlagsbreytingum og hávaðamengun.
Samkvæmt upplýsingum frá IATA þá fer Schiphol-flugvöllurinn að nálgast 500.000 lendingar
og flugtök á ári en hollensk stjórnvöld ætla að innleiða reglugerð sem takmarkar hreyfingarnar
við 460.000 flugtök og lendingar á ári frá og með nóvember á þessu ári.
IATA auk fleiri samtaka innan flugsins telur að þær aðgerðir stangist á við reglugerðir
Evrópusambandsins auk Chicago-sáttmála Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).
IATA vitnar í viðauka við samþykktir sáttmálans sem nefnist Annex 16 þar sem fram kemur
að aðeins skal grípa til aðgerða á borð við að draga úr flugi ef virkilega brýn ástæða þykir þörf
vegna augljósrar mengunar eða vegna hávaða frá flugvélum og þarf að framkvæma slíkt
með samþykki frá öllum hagsmunaaðilum.
IATA segir að með því að draga úr flugi, án þess að hafa rætt við neina aðila sem eiga hlut að
máli og nota þær aðgerðar sem fyrsta úrræði án þess að taka með í reikninginn efnahagslegar
afleiðingar, sé verið að brjóta lög og reglugerðir í fluginu.
„Holland ætlar að lama sinn eigin efnahag með því að eyðileggja tengingar í flugsamgöngum þvert
á við lög Evrópusambandins og alþjóðleg lög í flugi“, segir Willie Walsh, yfirmaður IATA.
Walsh segir að hollensk stjórnvöld neiti að taka þátt í neinum frekar viðræðum varðandi þessar
aðgerðir og neyðist IATA því að fara með málið fyrir dómstóla.
Í febrúar sl. lýsti fyrirtækið Royal Schiphol Group, sem á og rekur nokkra flugvelli í Hollandi, því
yfir að nauðsynlegt væri að grípa til takmarkanna á flugi til þess að endurheimta á ný betri
loftgæði, draga úr hávaða og til þess að leggja sitt af mörkum vegna loftlagsvandans í heiminum.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.