flugfréttir

Heathrow gert að lækka farþegaskatta um 20 prósent

8. mars 2023

|

Frétt skrifuð kl. 14:33

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London mun á næsta ári neyðast til þess að lækka farþegaskatta eftir úrskúrð breskra flugmálayfirvalda sem hefur sett þak á hversu há gjöld hægt er að setja á hvern flugfarþega.

Á þessu ári eru farþegaskattar á hvern farþega um 5.316 krónur en á næsta ári er Heathrow-flugvellinum gert að lækka þá um 20% niður í 4.287 krónur á hvern farþega og er ætlað að það gjald haldist að mestu óbreytt til ársins 2026.

Bresk flugmálayfirvöld segja að þessi breyting ætti að koma sér betur fyrir flugfarþega auk þess sem að Heathrow-flugvöllurinn getur haldið áfram að fjárfesta í framkvæmdum á flugvellinum sem kemur farþegum einnig til góða.

Stjórn Heathrow Airport Limited andmælir hinsvegar þessu verðþaki og segir að flugmálayfirvöld hafi kosið að halda farþegasköttum í lágmarki á meðan flugfélögin eru að græða á tá á fingri á ný eftir heimsfaraldurinn.

Heathrow-flugvöllurinn hafði áður lýst því yfir að til stæði að hækka farþegaskatta upp í 6.700 kr á hvern farþega en á sama tíma höfðu sum flugfélög óskað eftir því að skattarnir færu ekki yfir 3.100 krónur á hvern farþega.

  fréttir af handahófi

Síðasta Dash 8 Q400 flugvélin farin úr flota airBaltic

1. febrúar 2023

|

Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

Tveir flugmenn neita viðtölum hjá NTSB þar sem þau eru hljóðrituð

12. febrúar 2023

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur stefnt tveimur flugmönnum hjá American Airlines þar sem þeir hafa neitað að veita viðtöl vegna alvarlegs brautarátroðnings sem átti sér stað á John F.

Bjóða upp á frítt internet um borð fyrir alla

11. janúar 2023

|

Flugfélagið Air Baltic ætlar að bjóða upp á ókeypis nettengingu um borð í öllum flugvélum sínum fyrir alla farþega, óháð farþegarými.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá