flugfréttir
Heathrow gert að lækka farþegaskatta um 20 prósent

Frá Heathrow-flugvellinum í London
Stjórn Heathrow-flugvallarins í London mun á næsta ári neyðast til þess að lækka farþegaskatta eftir úrskúrð breskra flugmálayfirvalda sem hefur sett þak á hversu há gjöld hægt er að setja á hvern flugfarþega.
Á þessu ári eru farþegaskattar á hvern farþega um 5.316 krónur en á næsta ári er Heathrow-flugvellinum
gert að lækka þá um 20% niður í 4.287 krónur á hvern farþega og er ætlað að það gjald haldist
að mestu óbreytt til ársins 2026.
Bresk flugmálayfirvöld segja að þessi breyting ætti að koma sér betur fyrir flugfarþega auk
þess sem að Heathrow-flugvöllurinn getur haldið áfram að fjárfesta í framkvæmdum á flugvellinum
sem kemur farþegum einnig til góða.
Stjórn Heathrow Airport Limited andmælir hinsvegar þessu verðþaki og segir að flugmálayfirvöld
hafi kosið að halda farþegasköttum í lágmarki á meðan flugfélögin eru að græða á tá á fingri
á ný eftir heimsfaraldurinn.
Heathrow-flugvöllurinn hafði áður lýst því yfir að til stæði að hækka farþegaskatta upp
í 6.700 kr á hvern farþega en á sama tíma höfðu sum flugfélög óskað eftir því að skattarnir
færu ekki yfir 3.100 krónur á hvern farþega.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.