flugfréttir

9 ár í dag frá því að malasíska farþegaþotan hvarf

- Fjölskyldur og aðstandendur vonast til þess að ný leit hefjist á þessu ári

8. mars 2023

|

Frétt skrifuð kl. 15:58

Malasíska farþegaþotan, flug MH370, hvarf þann 8. mars 2014 á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking

Níu ár eru í dag liðin frá því að malasíska farþegaþotan, flug MH370, hvarf sporlaust á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars árið 2014.

Fjölskyldur og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í flugvélinni, sem var af gerðinni Boeing 777-200, fara fram á að ný leit verði gerð að flugvélinni.

Hópurinn Voice370, sem fer fyrir aðstandendum og ástvinum fórnarlambanna, benda á að í dag sé komin fram ný tækni sem gæti hjálpað við leitina og með því mætti mögulega finna flak flugvélarinnar. Hópurinn telur að fyrirtækið Ocean Infinity, sem sérhæfir sig í leit og kortlagninu á hafsbotni, hafi á sl. 12 mánuðum þróað betri tækni og aðferðir við neðansjávarleit en leitarskip fyrirtækisins framkvæmdi seinast leit að malasísku flugvélinni árið 2018 en án árangurs.

Ríkisstjórnir Malasíu, Kína og Ástralíu eyddu einnig tveimur árum við leitina að flugvélinni sem lauk árið 2017 en þær leitaraðgerðir kostuðu um 19 milljarða króna.

Ocean Infinity kynnti á dögunum nýtt 78 metra langt fjarstýrt skip sem býr yfir nýjustu tækni við leit sem völ er á

Ocean Infinity svipti hulunni af nýrri byltingarkenndri tækni í mars í fyrra þar sem nýtt og háþróað róbótaleitarskip, var kynnt til sögunnar sem Voice370 hópurinn segir að gæti komið sér mjög vel núna ef ný leit hefst.

Fram kemur að um mannlaust leitarskip sé að ræða sem hægt er að fjarstýra að öllu leiti og sagði Oliver Plunkett, framkvæmdarstjóri Ocean Infinity, að sennilega sé um að ræða eina háþróuðustu leitartækni sem völ er á í heiminum í dag.

„Ef við höldum áfram að vera í myrkrinu varðandi hvað gerðist með flug MH370, þá verður aldrei hægt að fyrirbyggja að svipaður harmleikur eigi sér stað aftur“, segir í yfirlýsingu frá Voice370, og tekur hópurinn fram að vonast sé til þess að árið 2023 verði upphafið að endinum að leitinni að flugvélinni.

Í febrúar sagði Peter Foley, sem fór fyrir upphaflegu leitinni að flugi MH370, að hann kallaði á aðgerðir með nýja leit þar sem ný og betri tækni væri komin til sögunnar á borð við leitarskipavélmenni.

Aðstandendur vonast til þess að ný leit geti hafist á þessu ári

Anthony Loke, samgönguráðherra Malasíu, sagði í skilaboðum til hópsins Voice370 að hann vonaðist til þess að málinu yrði ekki lokað og stungið niður í skúffu og heitir hann því að ný leit verður sett af stað ef nýjar og áreiðanlegar vísbendingar koma fram um staðsetningu flugvélarinnar.

Smávægilegt brak frá flugvélinni fannst á sínum tíma við strendur Afríku og á eyju í Indlandshafi og var reynt að notast við reiknilíkan til þess að finna hvaðan það brak kom en án árangurs.

Þess má geta að ný þriggja þátta heimildarþáttaröð um flug MH370 kom í gær á streymisveituna Netflix sem nefnist „MH370 - The Plane That Disappeared“.

  fréttir af handahófi

Air France-KLM pantar fjórar Airbus A350F fraktþotur

29. janúar 2023

|

Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

Airbus afhenti 40 færri flugvélar árið 2022 en til stóð að afhenda

10. janúar 2023

|

Airbus náði ekki takmarki sínu á síðasta ári er kemur að afhendingum á nýjum þotum en flugvélaframleiðandinn evrópski afhenti 661 þotu árið 2022.

Rannsaka atvik er Boeing 777 fór næstum út af braut í lendingu

30. janúar 2023

|

Flugmálayfirvöld á Nýja-Sjálandi rannsaka nú atvik þar sem farþegaþota af gerðinni Boeing 777-300ER fór næstum því út af braut í lendingu á flugvellinum í borginni Auckland en mikil rigning var er þ

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá