flugfréttir
Tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Sarasota-flugvelli

Frá Sarasota-Bradenton flugvellinum í Flórída
Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú enn eitt atvikið vestanhafs þar sem tvær farþegaþotur fór of nálægt hvor annarri en um er að ræða atvik sem átti sér stað á Sarasota-Bradenton flugvellinum í Flórída.
Fram kemur að atvik átti sér stað þann 16. febrúar sl. þar sem að þota frá kanadíska flugfélaginu
Air Canada Rouge hafði verið veitt flugtaksheimild á sama tíma og þota frá American Airlines
hafði fengið heimild til þess að lenda á sömu braut.
Þotan frá Air Canada Rouge var af gerðinni Airbus A321 og var hún á leið til Toronto á meðan
Boeing 737 þota frá American Airlines var að lenda eftir flug frá Charlotte í Norður-Karólínu.
Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) voru 3.100 fet á milli
flugvélanna tveggja þegar minnstu munaði sem samsvarar 945 metrum.
Flugumferðarstjóri náði með snarræði að vara flugmenn þotunnar frá American Airlines við og hættu
þeir við lendingu og fóru í fráhvarfsflug (go-around).
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) rannsakar nú atvikið og er von á bráðabirgðaskýrslu eftir u.þ.b. 2 til 3 vikur.
Atvikið á sér stað aðeins tæpum mánuði eftir að mjög litlu munaði að að illa færi er Boeing 777 þota frá American Airlines þveraði flugbraut á John F. Kennedy flugvellinum í New York á sama tíma og Boeing 737 þota frá Delta Air Lines var að hefja flugtaksbrun á sömu braut þann 13. janúar síðastliðinn.



2. mars 2023
|
Iraqi Airways hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu af þeim fimmtán sem flugfélagið á von á að fá.

1. mars 2023
|
Kólumbísku flugfélögin Viva Air Cikombia og Viva Air Perú hafa hætt starfsemi sinni og aflýst öllu frekara áætlunarflugi og kennir móðurfélagið, Grupo Viva, flugmálayfirvöldum í Kólumbíu um.

13. mars 2023
|
Fjórar farþegaflugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 í flota kanadíska flugfélagsins Flair Airlines voru gerðar upptækar um helgina vegna viðskiptalegs ágreinings á milli fjárfestingarsjóðs í New Yor

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.