flugfréttir
Ríkisstjórn Sádí-Arabíu kynnir nýtt þjóðarflugfélag

Merki hiðs nýja flugfélags, Air Riyadh
Ríkisstjórnin í Sádí-Arabíu hefur kynnt til leiks nýtt flugfélag sem nefnist Riyadh Air sem mun hafa höfuðstöðvar í höfuðborginni Riyadh en stefnt er á að nýja flugfélagið muni fljúga til yfir 100 áfangastaða fyrir árið 2030.
Framkvæmdarstjóri félagsins verður Tony Douglas, fyrrum yfirmaður Etihad Aviation Group, og
segir að félagið muni innleiða nýja stefnu í ferðamannaiðnaðinum í Sádí-Arabíu sem eigi
eftir að eflast með tilkomu flugfélagsins.
Talið er að Riyadh Air muni efla þjóðarframleiðslu landsins um yfir 2.800 milljarða króna
og skapa yfir 200.000 ný störf í landinu.
Ekki er búið að gefa upp hvaða flugvélategundir verða í flota félagsins eða hversu stór flotinn
verður en tekið er fram að félagið muni nýta sér landfræðilega staðsetningu Sádí-Arabíu
til þess að tengja saman Evrópu við Asíu og Afríku.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.