flugfréttir
Boeing getur hafið afhendingar aftur á nýjum Dreamliner-þotum

Dreamliner-þotur í samsetningarsal Boeing
Boeing hefur fengið leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) til þess að halda áfram afhendingum á Dreamliner-þotunum en framleiðandanum var gert að gera hlé á afhendingum á nýjum Boeing 787 þotum vegna annmarka varðandi öryggisatriði við skrokk vélanna.
Skoðunarmenn frá flugmálayfirvöldum komu auga á mögulega galla við greiningu hjá birgjum sem framleiða skrokkinn á
Dreamliner-þotunum og er um að ræða þrýstingsvegg („aft pressure bulkhead“) sem vandamálið snéri að.
Vegna þessa tilkynnti Boeing og FAA þann 24. febrúar sl. að hlé yrði gert á afhendingum á meðan
ítarleg skoðun færi fram.
Boeing greindi frá því að engin hætta væri á ferðum er snéri að þeim Boeing 787 þotum
sem eru í notkun meðal flugfélaga og væri ekki þörf á því að flugfélög væru að framkvæma
skoðun á flugvélum í sínum flota.
Síðastliðinn föstudag greindi FAA frá því að Boeing hefði lokið við þau atriði sem FAA hafði áhyggjur af og gat framleiðandinn því undirbúið að hefja afhendingar að nýju.



14. mars 2023
|
Etihad Airways hefur dustað rykið af fyrstu Airbus A380 risaþotunni sem sett var í langtímageymslu í heimsfaraldrinum.

2. mars 2023
|
Iraqi Airways hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu af þeim fimmtán sem flugfélagið á von á að fá.

9. janúar 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gera ráð fyrir að búið verði að uppfæra ratsjárhæðarmála (radio altimeter) um borð í öllum farþegaflugvélum, sem fljúga um bandaríska lofthelgi, fyrir febrúar árið 202

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.