flugfréttir

Flugmaður stökk út úr flugvél sinni í fallhlíf eftir mótormissi

- Listflugvél fór mannlaus til jarðar á akri í Kaliforníu

13. mars 2023

|

Frétt skrifuð kl. 09:53

Atvikið átti sér stað í gær klukkan 15:45 að vesturstrandartíma

Flugmaður stökk út úr flugvél sinni í fallhlíf í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær eftir að bilun kom upp í mótornum.

Flugvélin, sem er af gerðinni Cassutt Special IIM, sveif mannlaus um stund þar til hún fór í spíral og féll til jarðar og brotlenti á akri nálægt bænum Castroville, skammt suður af San Francisco, en akurinn var á floti vegna vatnavaxta.

Cassutt Special er eins sæta, heimasmíðuð listflugvél, hönnuð af fyrrverandi flugstjóranum Tom Cassutt sem starfaði hjá Trans World Airlines (TWA) og kom hún fyrst á markað árið 1954.

Flugvélin var á flugi nálægt bænum Castroville þegar upp komu gangtruflanir í mótornum og er haft eftir flugmanninum að hann hafi átt í miklum erfiðleikum með að hafa stjórn á flugvélinni.

Flugmaðurinn áttaði sig fljótlega á því að möguleikinn á að lenda vélinni með öruggum hætti væri hverfandi og ákvað hann að grípa fallhlífina og stökkva um leið og hann var komin yfir opið svæði.

Flugvélin var heimasmíðuð listflugvél af gerðinni Cassutt Special IIM

Þetta tókst flugmanninum og horfði hann á flugvélina fara í spíral áður en hún stakkst með nefið niður og brotlenti á akri nálægt hraðbrautinni Highway 156.

Sjónarvottar hringdu í neyðarlínuna og báðu eftir aðstoð og mætti lögregla og sjúkrabílar á staðinni og fannst flugmaðurinn á akri hinumegin við hraðbrautina og hafði hann laskast á fæti en var annars heill á húfi.

Flugmaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en flugvélin er gjörónýt. Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hafa hafið rannsókn á atvikinu.

  fréttir af handahófi

Síðasta tilraun til að bjarga Flybe tókst ekki

17. febrúar 2023

|

Gjaldþrotanefnd breska lágfargjaldafélagsins Flybe hefur tilkynnt að engin aðili hefur sýnt áhuga á að koma flugfélaginu til bjargar og er frestur til þess runninn út.

Sekta farþega sem hætta við flugið á síðustu stundu

10. janúar 2023

|

Rússneska flugfélagið Rossiya Airlines hefur ákveðið að sekta alla þá farþega sem vilja hætta við flugið sitt rétt fyrir brottför nema að „góð ástæða“ sé fyrir því.

Flugmenn Delta samþykkja 34 prósenta launahækkun

1. mars 2023

|

Flugmenn Delta Air Lines hafa samþykkt með miklum meirihluta nýjan kjarasamning sem felur í sér launahækkun upp á allt að 34 prósent.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá