flugfréttir
Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

Mynd af Gulfstream G-III einkaþotu sem fór út af braut á Biggin Hill flugvellinum á Englandi í nóvember árið 2014
Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.
Þetta kemur fram í nýrri flugöryggisskýrslu hjá fyrirtækinu Flight Safety Foundation (FSF) en fyrirtækið tekur
saman gögn og tölfræði fyrir flugslys og flugatvik sem skráð eru í gagnagrunninn Aviation Safety Network sem
nær yfir öll farþegaflug, fraktflug, einkaflug og aðrar tegundir af flugi.
Skráð flugslys þar sem einkaþotur áttu hlut að mála árið 2022 voru 35 talsins sem er 5 slysum minna en árið 2021
þegar skráð flugslys voru 40 talsins í flokki einkaþotna.
Tíu þessara slysa snéru að einkaþotum í einkaeigu, sjö þotur voru í eigu fyrirtækja, fimm sinnum var um ferjuflug að ræða
eða endurstaðsetningu á flugvélum og í fimm skipti var um einkaflug að ræða með farþega sem taldist ekki
áætlunarflug.
Flest atvikanna, eða í tuttugu tilfellum, áttu sér stað í lendingu og af þeim voru fimm mannskæð slys þar sem
samtals 17 manns týndu lífi. Það versta, samkvæmt upplýsingum FSF, átti sér stað þann 22. júní í fyrra er
einkaþota af gerðinni Learjet 55C brotlenti í aðflugi að Charallave-Óscar Machado Zuloaga flugvellinum
í Venezúela með þeim afleiðingum að sex farþegar auk áhafnar létu lífið.
Atvik og slys þar sem einkaþotur fóru út af flugbraut og tjón á jörðu niðri var langstærsti flokkurinn en næst á eftir
fylgdu atvik er snéru að ókyrrð en sá flokkur var stærri í farþegaflugi eða 22 tilvik og í 2. sæti voru atvik þar sem
farþegaflugvélar fóru út af braut sem voru 14 talsins.
Meðal annara atvika í einkaþotuflugi voru atvik þar sem flugmenn misstu stjórnina af einhverju tagi, harkalegar lendingar,
nauðlendingar og atvik þar sem tvær flugvélar rákust utan í hvora aðra á flugvelli.



15. febrúar 2023
|
JetBlue hefur sent formlega kvörtun til samgönguráðuneytis Bandaríkjanna eftir að beiðni félagsins um afgreiðslupláss á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam var hafnað af stjórnvöldum í Hollandi.

16. janúar 2023
|
Yfirvöld í Nepal hafa lýst því yfir að búið sé að finna bæði flugritann og hljóðritann úr ATR 72-500 flugvélinni frá Yeti Airlines sem brotlenti sl. sunnudagsmorgunn er hún var í aðflugi að Pokhara-

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

21. mars 2023
|
David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

21. mars 2023
|
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

21. mars 2023
|
Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

20. mars 2023
|
Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. mars 2023
|
Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

17. mars 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.