flugfréttir

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

- Mkill fjöldi af stórum fraktþotum sem fara úr umferð á næstu árum

15. mars 2023

|

Frétt skrifuð kl. 18:08

Steen segir að það sem flugiðnaðurinn þarf sé ný tegund af fraktþotu sem þarf að koma á markaðinn

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Michael Steen, framkvæmdarstjóri Atlas Air, segir að um 120 fraktbreiðþotur verða teknar úr umferð á næstu árum vegna aldurs og þá nefnir hann að breytingar á farþegaþotum í fraktþotur gangi ekki eins hratt fyrir sig til að anna eftirspurninni.

Steen hélt ávarp á ráðstefnunni International Society of Transport Aircraft Trading (ISTAT) sem fram fór í San Diego á dögunum þar sem hann nefndi að fraktflugfélög ætla sér að taka úr umferð óvenju mikið magn af stórum fraktþotum á næstu fimm til tíu árum og tekur hann fram að fjöldi þeirra farþegaþotna sem breytt verður í fraktþotur nær ekki að brúa bilið.

Steen leggur meðal annars til að ný tegund af fraktþotu komi á markaðinn og varar hann við því að iðnaðurinn gæti staðið frammi fyrir sambærilegum skorti á fraktflugi og varð í heimsfaraldrinum þegar flugfélögin skorti rými til þess að flytja frakt vegna mikillar eftirspurnar.

Fimmtíu prósent af flugfrakt er flutt með farþegaflugi

Tillaga Steen er að flugiðnaðurinn auki hlutfall á þeirri frakt sem flutt er á milli staða í sérhæfðu fraktflugi en í dag er um 50% af allri flugfrakt ferjuð í farangursrými á farþegaflugvélum.

Steen segir að gallinn við að flytja frakt í farþegaflugvélum sé sá að farþegaflug er oftat ekki á leið til þeirra staða sem flugfrakt er send til flokkunnar sem hægir á dreifingu á frakt til áfangastaða.

Eins og staðan er í heiminum í dag eru þrjú verkefni í gangi þar sem verið er að breyta farþegaþotum yfir í fraktþotur en meðal þeirra eru breytingar á Boeing 767-300ER, Boeing 777-200LR/-300ER og fraktbreyting á Airbus A330-200/300 þotunum. Á sama tíma hefur framleiðslu á júmbó-fraktþotunni verið hætt og var síðasta Boeing 747-8F þotan afhent á dögunum til Atlas Air.

Þá eru verið að smíða tvær nýjar stórar fraktþotur sem eru Boeing 777-8F og Airbus A350F en þær koma hinsvegar ekki á markað fyrr en árið 2027 og 2025 en framleiðslu á Boeing 777F og Boeing 767F verður hætt þar sem þær ná ekki lengur að uppfylla ný skilyrði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) um kolefnaútblástur sem tekur í gildi árið 2027.

Steen segir að með þessar forsendur þá sé von á skorti á plássi fyrir flugfrakt og nefnir hann að 8% samdráttur hafi orðið á framboði á fraktrými í fyrra samanborið við árið 2021.













  fréttir af handahófi

Þess vegna varð Flyr gjaldþrota

1. febrúar 2023

|

Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

Síðasta tilraun til að bjarga Flybe tókst ekki

17. febrúar 2023

|

Gjaldþrotanefnd breska lágfargjaldafélagsins Flybe hefur tilkynnt að engin aðili hefur sýnt áhuga á að koma flugfélaginu til bjargar og er frestur til þess runninn út.

Flugmenn Delta samþykkja 34 prósenta launahækkun

1. mars 2023

|

Flugmenn Delta Air Lines hafa samþykkt með miklum meirihluta nýjan kjarasamning sem felur í sér launahækkun upp á allt að 34 prósent.

  Nýjustu flugfréttirnar

Starfsemi Asia Pacific stöðvað vegna annmarka í þjálfun flugmanna

21. mars 2023

|

David Kabua, forseti Marshall-eyjanna í Kyrrahafi hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunum vegna skorts á nauðsynlegum vörum eftir að flugfloti flugfélagsins Asia Pacific Airlines var kyrrsettur í fe

Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu

21. mars 2023

|

Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.

Flugmaður hjá BA lést á hóteli rétt fyrir brottför til London Heathrow

21. mars 2023

|

Flugmaður hjá British Airways fékk hjartaáfall og lést skömmu áður en hann átti að mæta ásamt áhöfninni út á flugvöll í Egyptalandi til að fljúga Airbus A321 þotu félagsins til London Heathrow.

Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu

20. mars 2023

|

Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

City Airlines nýtt dótturfélag Lufthansa

20. mars 2023

|

Lufthansa vinnur nú hörðum höndum að því að ýta úr vör nýju dótturflugfélagi sem nefnist City Airlines.

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Bannað að þjónusta rússneskar Boeing-þotur í Tyrklandi

17. mars 2023

|

Ríkisstjórn Tyrklands hefur ákveðið að banna flugvöllum í landinu að þjónusta Boeing-þotur í flota rússneskra flugfélaga og fá þær því ekki að taka eldsneyti eða tilheyrandi þjónustu.

FAA fer fram á 25 tíma upptöku úr hljóðritum

17. mars 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að innleiða reglugerð sem fer fram á að hljóðriti um borð í flugvélum varðveiti upptökur í 25 klukkustundir áður en ritað er yfir þær aftur.

Atlas Air varar við skorti á framboði í fraktfluginu

15. mars 2023

|

Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

Útafbrautaratvik algengasta tegund slysa meðal einkaþotna

15. mars 2023

|

Atvik þar sem flugvél fór út af flugbraut var algengasta tegund atvika og slysa meðal einkaþotna árið 2022 og það annað árið í röð.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá