flugfréttir

AirBaltic tekur á leigu fjórar Airbus A320 þotur

20. mars 2023

|

Frétt skrifuð kl. 12:14

Airbus A220-300 þota frá airBaltic á flugvellinum í Frankfurt

Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

Um er að ræða fjórar Airbus A320 þotur sem teknar verða á leigu frá flugvélaleigunni Avion Express en tvær þeirra verða notaðar í flugi frá Riga frá 26. mars til 28. október á meðan hinar tvær verða staðsettar í Tallinn í Eistlandi frá 1. maí til 28. október.

AirBaltic hefur seinustu misseri unnið að því að hafa eingöngu Airbus A220 þotur í flotanum og er félagið nýbúið að ná því markmiði með því að losa sig við eldri þotur af gerðinni Boeing 737 auk þess sem félagið er nýhætt með skrúfurþoturnar Bombardier Dash 8 Q400.

Martin Gauss, framkvæmdarstjóri airBaltic, segir að eftirspurn eftir farþegaflugi sé að aukast mikið á sama tíma og framboð eftir flugvélum og flugvélaíhlutum er ennþá í lágmarki eftir heimsfaraldurinn.

Því hafi verið ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að tryggja sér flugvélakost yfir sumartímann til þess að anna eftirspurninni og koma í veg fyrir að ekki þurfi að aflýsa flugi yfir háannatímann.

Flugfloti airBaltic samanstendur í dag af 40 þotum af gerðinni Airbus A220-300 en ellefu af þeim hafa verið leigðar í blautleigu (wet lease) til svissneska flugfélagsins SWISS International Air Lines.  fréttir af handahófi

Flugvöllurinn í Beirút í tveimur tímabeltum í einu

27. mars 2023

|

Ekki ber öllum klukkum saman um hvað tímanum líður á flugvellinum í Beirút í Líbanon sem sýnir mismunandi klukkur þessa stundina.

Leggja 500 flugvélum vegna skorts á flugmönnum vestanhafs

17. apríl 2023

|

Tæplega 500 litlum farþegaflugvélum hefur verið lagt í Bandaríkjunum að undanförnu vegna skorts á flugmönnum vestanhafs.

Yfir 1.500 ferðir farnar með flugvélum sem skorti viðhald

24. maí 2023

|

Rússneska flugfélagið Polar Airlines, sem annast flugsamgöngur til og frá Yakutia í Síberíu, flaug yfir 1.500 flugferðir með nokkrum flugvélategundum sem allar skorti viðhald auk þess sem varahlutir

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugfloti Wizz Air nálgast 200 þotur

8. júní 2023

|

Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

Þegar farið að bera á seinkunum á flugvöllum í Evrópu

7. júní 2023

|

Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

Hætti við flugtak og rak í veg fyrir þotu í flugtaki vegna hliðarvinds

5. júní 2023

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Fyrri lendingarkeppnin sumarsins fór fram á Tungubökkum

5. júní 2023

|

Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

Icelandair og Turkish Airlines undirrita samstarfssamning

5. júní 2023

|

Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

Nýtt breskt flugfélag festir kaup á Airbus A380 risaþotu

1. júní 2023

|

Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

SAS opnar fyrir bókanir með fyrstu rafmagnsflugvélinni

1. júní 2023

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

Air Greenland tekur Boeing 777 og 737 á leigu tímabundið

31. maí 2023

|

Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f

Nýtt flugfélag í Sádí-Arabíu sagt ætla að panta 150 MAX-þotur

29. maí 2023

|

Flugfélagið Riyadh Air er sagt í viðræðum við Boeing um stóra pöntun í að minnsta kosti 150 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Efla öryggi varðandi brautarátroðning á tólf flugvöllum

25. maí 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að verja 100 milljónum dölum í sérstakt verkefni sem miðar af því að efla öryggi er varðar brautarátroðning á 12 flugvöllum vestanhafs.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá