flugfréttir
Flair höfðar mál gegn flugvélaleigu
- Fara fram á 7 milljarða króna í skaðabætur

Boeing 737 MAX þota frá Flair Airlines á flugvellinum í Calgary
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangoldinna leigugjalda.
Flair Airlines fer fram á 50 milljónir dala skaðabætur sem samsvarar 7 milljörðum króna
þar sem flugfélagið þurfti að aflýsa fjölda flugferða.
Flair segir í yfirlýsingu sinni að Airbourne Capital hafi vörslusvipt flugvélarnar með
ólögmætum hætti og óvenju róttækum aðgerðum á tíma þar sem margir voru á faraldsfæti
vegna vorfría í skólum og voru flugvélarnar gerðar upptækar án neinna viðvaranna.
Í yfirlýsingunni segir að aðgerðirnar voru ekki í samræmi við skilmála í leigusamningum
og er farið fram á 50 milljónir dala í skaðabætur fyrir brot á samningi, brot á viðskiptatrausti,
ólögmæta vörslusviptingu og sviksamlegar rangfærslur.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.