flugfréttir
Bluebird Nordic stefnir á flugrekstarleyfi í Slóvakíu
- Ætla að stækka flugflotann upp í 25 fraktþotur á næstu misserum

Boeing 737-400 fraktþota frá Bluebird Nordic
Íslenska fraktflugfélagið Bluebird Nordic ætlar að sækja um flugrekstarleyfi í Slóvakíu og auka með því umsvif sín á meginlandi Evrópu.
Audrone Keinyte, framkvæmdarstjóri Bluebird Nordic, segir að fraktflugfélagið ætli sér að
hasla sér völl á nýjum mörkuðum og sé Slóvakía kjörin staðsetning í miðri Evrópu sem
býður upp á mörg tækifæri og fleiri flugleiðir til nýrra áfangastaða.
Í dag hefur Bluebird Nordic 12 fraktþotur í flotanum. Eina af gerðinni Boeing 737-300, sex
af gerðinni Boeing 737-400 og fimm Boeing 737-800 þotur.
Félagið stefnir á að stækka flotann upp í 25 fraktþotur á næstu tveimur árum og efla stöðu
sína á fraktflugmarkaðnum.
Bluebird Nordic er dótturfélag Avia Solution Group sem á meðal annars og rekur
SmartLynx Airlines, Avion Express, BBN Airlines, KlasJet, Magna Aviation og fleiri flugfélög.


15. maí 2023
|
Svo gæti farið að einhver röskun verði á áætlunaflugi til og frá Spáni í sumar þar sem nokkur flugfélög íhuga verkfallsaðgerðir á meðan mesta ferðatímabilið stendur yfir.

27. mars 2023
|
Stjórnvöld í Bretlandi hafa farið af stað með verkefni sem miðar af því að þróa langtímastefnu er kemur að hávaðamildum á nóttunni í kringum þrjá stærstu flugvellina í London sem eru Heathrow, Gatwic

17. apríl 2023
|
Atvik átti sér stað á Findel-flugvellinum í Lúxemborg um helgina er Boeing 747-400F fraktþota frá Cargolux rak hreyfil ofan í flugbraut í lendingu en þotan fór í fráhvarfsflug („go around“) í kjölfar

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f