flugfréttir
Langtímastefna í hávaðamildun um þrjá stærstu flugvellina

Frá Heathrow-flugvellinum í London
Stjórnvöld í Bretlandi hafa farið af stað með verkefni sem miðar af því að þróa langtímastefnu er kemur að hávaðamildum á nóttunni í kringum þrjá stærstu flugvellina í London sem eru Heathrow, Gatwick og Stansted.
Samgönguráðuneyti Bretlands segir að sex vikna ráðgjafar- og ábendingartímabil sé farið í gang er kemur
að næturflugi til og frá þessum flugvöllum sem verður notast við í þróun á framtíðarstefnu í hávaðamildun sem tekur í gildi
frá og með október árið 2025.
„Það er engin vafi á því að flug að næturlagi hefur áhrif á þá íbúa sem búa nálægt flugvöllum og sérstaklega
þá sem búa undir aðflugslínu en á sama tíma og flugvélar eru sífellt að verða hljóðlátari þá er tækifæri á borði
til þess að styðja flugiðnaðinn án þess að það hafi áhrif á lífsgæði fólks“, segir Charlotte Sarah Emily Vere, flugmálaráðherra
Bretlands.
Næturflugstakmarkanir hafa verið í gildi á flugvöllunum þremur í yfir 40 ár og voru takmarkanirnar seinast
uppfærðar árið 2017 og var háværustu flugvélartegundunum þá til að mynda bannað að fljúga um flugvellina
þrjá milli klukkan 23:00 og 7:00.
Fjöldi undanþága voru gerðar í fyrrasumar vegna mikilla raskanna á flugi sem varð til þess að óvenju mikill
fjöldi af komu- og brottfararflugi fór um flugvellina þrjá eftir klukkan 23:00 og voru margir íbúar sem
kvörtuðu undan hávaða vegna þessa.
Flugmálaráðherra Bretlands segir að nauðsynlegt sé að taka seinasta sumar með inn í reikninginn til
þess að uppfæra reglugerðir sem snúa að undanþágum og kemur fram að verið sé að vinna í þeim málum
og verða niðurstöður varðandi það birtar síðar á þessu ári.
Á síðasta ári birtu stjórnvöld í Hollandi til að mynda tillögur um takmarkanir á flugi um Schiphol-flugvöllinn
í Amsterdam sem var hluti að nýrri stefnu stjórnvalda og er þegar gert ráð fyrir færri flugferðum um Schiphol
næsta vetur.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.