flugfréttir
Ekkert flug um Kulusuk í 12 daga vegna óveðurs
Frá flugvellinum í Kulusuk á Grænlandi
Austurströnd Grænlands var lokuð fyrir öllu flugi í 12 daga vegna óveðurs sem gekk yfir um páskana og var ekkert flug þá daga um flugvöllinn í Kulusuk.
Þetta kemur fram í fréttum grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq en vindhraðinn fór upp í 40 metra
á sekúndu í mestu hviðunum og þurfti að aflýsa öllu flugi frá 1. til 12. apríl.
Fram kemur að flugbraut vallarins hafi verið á floti og átti flugvallarstarfsfólk í miklum erfiðleikum með að
koma vatnselgnum í burtu en brautin var komin á kaf undir 40 sentimetra hátt yfirborð af vatni og ís.
Vatnseldgurinn á brautinni í Kulusuk fyrr
í mánuðinum
Air Greenland gerði nokkrar tilraunir til þess að koma strandaglópum í burtu frá Kulusuk en gáfust
ítrekað upp með allar tilraunir til þess að koma flugvél þangað frá Nuuk þar sem aldrei gafst tækifæri á því
vegna veðurs.
Loksins var hægt að nota flugbrautina þann 12. apríl og voru farnar tvær flugferðir til Kulusuk og náði
önnur flugvélin á áfangastað á meðan hin þurfti að snúa við.
Fram kemur að ferðamannaiðnaðurinn á Grænlandi dreymir um að hægt verði að koma
upp flugvelli í bænum Tasiilaq sem er 20 kílómetrum vestan við Kulusuk.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.