flugfréttir

Áttunda hver A320neo þota með PW1100G hreyfla úr umferð

- Fimm A321neo þotur hjá Hawaiian kyrrsettar tímabundið

27. apríl 2023

|

Frétt skrifuð kl. 19:01

Airbus A321neo þota frá Hawaiian Airlines

Fimm Airbus A321neo farþegaþotur í flota Hawaiian Airlines eru nú kyrrsettar vegna seinkana hjá birgjum á varahlutum í PW1100G hreyfla þotnanna.

Peter Ingram, framkvæmdarstjóri Hawaiian Airlines, segir að seinkanir hjá birgjum séu að gera flugfélaginu erfitt fyrir og bíður félagið þess að fá íhluti svo hægt sé að ljúka viðhaldi.

Vandamálið hefur verið viðvarandi í nokkrun tíma sem hefur hindrað að Hawaiian Airlines nái að mæta aukinni eftirspurn líkt og önnur flugfélög í kjölfar heimsfaraldursins.

Fyrirtækið Cirium greindi frá því á dögunum að um 12% af öllum þeim þotum úr A320neo fjölskyldunni, sem koma með PW1100G hreyfla frá Pratt & Whitney séu á jörðu niðri eða í tímabundinni geymslu að bíða varahluta.

Fram kemur að skortur á varahlutum í hreyfla sé þrisvar sinnum algengari hjá þeim þotum sem koma með hreyfla frá Pratt & Whitney samanborið við þotur sem nota LEAP-1A hreyfla frá CFM International.

Hawaiian Airlines, sem hefur 18 Airbus A321neo þotur í flotanum, hefur neyðst til þess að nota breiðþotur í flugi sínu milli Honolulu og meginlands Bandaríkjanna og hefur það verið möguleiki þar sem markaðurinn í fluginu hefur ekki enn náð sér almennilega á strik í Japan.







  fréttir af handahófi

Ekkert flug um Kulusuk í 12 daga vegna óveðurs

25. apríl 2023

|

Austurströnd Grænlands var lokuð fyrir öllu flugi í 12 daga vegna óveðurs sem gekk yfir um páskana og var ekkert flug þá daga um flugvöllinn í Kulusuk.

Avolon pantar fjörutíu 737 MAX þotur frá Boeing

27. apríl 2023

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur gert samkomulag við Boeing um pöntun á fjörutíu Boeing 737 MAX þotum sem verða afhentar frá árinu 2027 til ársins 2030.

Tilraunir með að telja farþega um borð með aðstoð gervigreindar

4. apríl 2023

|

Flugfélagið SWISS International Air Lines ætlar að hefja prófanir með gervigreind til þess að telja farþega um borð í flugvélum sínum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugfloti Wizz Air nálgast 200 þotur

8. júní 2023

|

Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

Þegar farið að bera á seinkunum á flugvöllum í Evrópu

7. júní 2023

|

Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

Hætti við flugtak og rak í veg fyrir þotu í flugtaki vegna hliðarvinds

5. júní 2023

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Fyrri lendingarkeppnin sumarsins fór fram á Tungubökkum

5. júní 2023

|

Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

Icelandair og Turkish Airlines undirrita samstarfssamning

5. júní 2023

|

Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

Nýtt breskt flugfélag festir kaup á Airbus A380 risaþotu

1. júní 2023

|

Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

SAS opnar fyrir bókanir með fyrstu rafmagnsflugvélinni

1. júní 2023

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

Air Greenland tekur Boeing 777 og 737 á leigu tímabundið

31. maí 2023

|

Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f

Nýtt flugfélag í Sádí-Arabíu sagt ætla að panta 150 MAX-þotur

29. maí 2023

|

Flugfélagið Riyadh Air er sagt í viðræðum við Boeing um stóra pöntun í að minnsta kosti 150 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Efla öryggi varðandi brautarátroðning á tólf flugvöllum

25. maí 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að verja 100 milljónum dölum í sérstakt verkefni sem miðar af því að efla öryggi er varðar brautarátroðning á 12 flugvöllum vestanhafs.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá